Aðlögunarsamningar í sauðfjárrækt - Umsóknarfrestur er til 10. september 2019

Sauðfjárbændur sem hyggjast hætta í sauðfjárbúskap eða fækka vetrarfóðruðum kindum um a.m.k. 100 geta sótt um aðlögunarsamning á árinu 2019. Með gerð aðlögunarsamnings skuldbindur framleiðandi sig til að fækka vetrarfóðruðum kindum og í staðinn að byggja upp nýjar búgreinar, búskaparhætti eða hasla sér völl á öðrum sviðum m.a. til þess að stuðla að nýsköpun og náttúruvernd.

Í reglugerð um aðlögunarsamninga í sauðfjárrækt segir að Framleiðnisjóður landbúnaðarins skuli sjá um að auglýsa eftir umsóknum og annast alla samningagerð við framleiðendur. Athugið að umsóknarfrestur er til 10. september n.k.

Á heimasíðu Framleiðnisjóðs má sjá nánari upplýsingar, svo sem verklag við afgreiðslu umsókna, umsóknareyðublað og leiðbeiningar um útfyllingu þess. Einnig er hægt að sjá þar helstu spurningar og svör varðandi samninginn.

Starfsfólk RML getur veitt aðstoð og ráðgjöf við umsóknarferlið. Hægt er að hafa sambandi í síma 516 5000 eða óska eftir ráðgjöf í gegnum rml@rml.is.

Sjá nánar:

Upplýsingar á vef Framleiðnisjóðs landbúnaðarins

klk/okg