Fagfundur sauðfjárræktarinnar – tveir dagar með spennandi dagskrá

Fagráð í sauðfjárrækt í samstarfi við BÍ, LBHÍ og RML mun halda fræðslu og umræðufundi miðvikudaginn 6. apríl og fimmtudaginn 7. apríl.

Netfundur með erlendum sérfræðingum um riðurannsóknir 6. apríl
Þann 6. apríl verður eingöngu um netviðburð að ræða. Þar munu vísindamenn frá fjórum löndum fræða okkur um rannsóknir á riðuveiki. Þessir vísindamenn eru allir á einhvern hátt tengdir alþjóðlegri rannsókn er varðar útrýmingu á riðuveiki í íslensku sauðfé. Karólína í Hvammshlíð mun túlka mál þeirra á íslensku. Þessi fundur hefst kl. 13:00 og mun standa í rúmlega 2 tíma. Tengill á fundinn verður auglýstur síðar.

Fyrirlesarar á netfundi:

  • Dr. Fiona Houston/Dr. Charlotte Thomas, Roslin Institute, Skotlandi
    • Riðusérfræðingar. Þær stunda m.a. rannsóknir til að meta virkni mismunandi arfgerða príonpróteinssins í tilraunaglasi með aðferðina RT-QuIC – til þessa við efni úr hreindýrum, en í kjölfari úr íslenskum sauðkindum.
  • Dr. Vincent Beringue, INRAE, Frakklandi
    • Rannsóknarstjóri og sérfræðingur í príonsjúkdómum; ritstjóri netvísindaritsins „Veterinary research“. Hann stjórnar svokölluðum PMCA prófum við heilabúta úr íslensku sauðfé, sem eru viðurkennd til að meta virkni mismunandi arfgerða.
  • Gabriele Vaccari, Italian National Health Institute, Ítalíu
    • Hann uppgötvaði upp úr 2007 með rannsóknarhópnum sínum tvær nýjar verndandi arfgerðir: T137 og K176; sú fyrri er einnig að finna á Íslandi.
  • Dr. Christine Fast, Friedrich-Loeffler-Institut (Miðstöð príonsjúkdóma), Þýskalandi
    • Rannsóknarstjóri og sérfræðingur m.a. í að meta mismunandi riðustofna, hún er að undirbúa músatilraunir til skilgreiningar íslenskra riðustofna sem er ekkert vitað um til þessa. Hún stjórnar auk þess alþjóðlega rannsóknarverkefninu um riðuveiki á Íslandi sem heild sem er í gangi síðan í fyrra.

Staðarfundur á Hvanneyri 7. apríl
Á Hvanneyri verður þétt dagskrá fimmtudaginn 7. apríl. Þann daginn verður þetta staðarfundur sem hefst kl. 10:00 og áætlað að dagskráin standi til kl. 16:00. Streymt verður frá fundinum. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á að heimsækja fjárhúsin á Hesti, en þar verður opið hús.

Á fimmtudeginum verða haldið áfram að ræða riðutengd málefni. Málin skoðuð í sögulegu ljósi, niðurstöður úr gömlum og nýjum rannsóknum og framtíðar áformin rædd varðandi útrýmingu riðuveiki. Þá verða nokkur spennandi verkefni kynnt tengd erfðarannsóknum og greiningu á erfðagöllum. Helstu ættfeður stofnsins kynntir. Þá verður tekið til umfjöllunar verkefni sem tengjast bragðgæðum, lambavanhöldum, breyttum framleiðsluháttum og slefuveiki hjá lömbum. Þeir sem geta eru hvattir til að mæta á Hvanneyri og taka þátt í umræðum en þarna er einmitt tækifæri til að hafa áhrif á stefnu og strauma í sauðfjárræktinni og hvetja nýtt fagráð í sauðfjárrækt til góðra verka.

Fyrirlesarar á fimmtudeginum, á Hvanneyri

  • Árni B. Bragason, RML
  • Björn Friðriksson og Harpa Hafsteinsdóttir, Ytra-Vallholti
  • Charlotta Oddsdóttir, Keldum
  • Eyjólfur Ingvi Bjarnason, RML
  • Eyþór Einarsson, RML
  • Gesine Lühken, Háskólanum Giessen, Þýskalandi
  • Guðjón Þorkelsson, Matís
  • Jóhannes Sveinbjörnsson, LBHÍ
  • Jón Hallsteinn Hallsson, LBHÍ
  • Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð
  • Sigríður Ólafsdóttir, RML
  • Sigurborg Daðadóttir, MAST
  • Stefanía Þorgeirsdóttir, Keldum
  • Sæmundur Sveinsson, Matís
  • Vilhjálmur Svansson, Keldum
  • Þórdís Þórarinsdóttir, RML

Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur, upplýsingar um skráningu og tengla á netfyrirlestra.

/okg