Flatgryfjur - Hönnun og verklag

Undanfarin misseri hefur RML unnið að verkefni um flatgryfjur, hönnun þeirra, vinnubrögð við heyskap og frágang gryfju eftir hirðingu. Tekið var mið af íslenskum aðstæðum og tóku 17 bú þátt í verkefninu. Bændurnir lögðu fram reynslu sína við heyverkun í flatgryfjur, flatgryfjurnar voru mældar og heyefnagreiningar notaðar til að meta heygæði. Einnig var sett upp reiknilíkan til að meta kostnað við byggingu á flatgryfjum. Niðurstöður verkefnisins hafa verið settar fram í skýrslu þar sem meðal annars er gerð grein fyrir þeim þáttum sem hér hafa verið nefndir, notkun iblöndunarefna, hönnun og stærð flatgryfja miðað við fóðurþörf. Verkefnið mun nýtast við ráðgjöf hjá RML og er ætlunin  að kynna það betur með rafrænu erindi fljótlega. Bændum sem hafa áhuga á að skoða flatgryfjur sem valkost við heyverkun eða vinnubrögð við heyverkun í flatgryfjum er bent á að hafa samband við ráðunauta RML varðandi frekari upplýsingar eða útreikninga á sínum búum. Smellið hér til að nálgast skýrlsuna.

 

hh