Heysala til Noregs

Í tilkynningu frá  Matvælastofnun frá 03.08.2018 kemur fram hvaða reglur gilda um heyútflutning til Noregs.  Þar kemur fram að „Þeir sem hyggjast flytja hey til Noregs skulu senda beiðni um heilbrigðisvottorð til Matvælastofnunar á netfangið utflutningur@mast.is. Matvælastofnun mun í kjölfarið senda þeim nánari leiðbeiningar og vottorðseyðublað til útfyllingar.“ „Heilbrigðisvottorð útgefið af Matvælastofnun skal fylgja hverri sendingu af heyi. Tilkynninguna má lesa: http://mast.is/frettaflokkar/frett/2018/08/03/Heyutflutningur-til-Noregs/

Á síðustu vikum hafa starfsmenn RML tekið niður nöfn þeirra einstaklinga sem hafa hey til sölu, vilja flytja hey eða á einhvern hátt geta haft aðkomu að sölu á heyi til noregs.  Listinn er birtur hér fyrir neðan og vonumst við að hann geti verið að gagni til þess að leiða saman aðila. Allar frekari upplýsingar varðandi listann veitir Guðfinna Harpa ráðunautur RML gha@rml.is en Matvælastofnun í síma 530-4800 veitir frekari upplýsingar varðandi heilbrigðisvottorð og kröfur varðandi smitvarnir.

Einnig er rétt að vekja athygli á því að Felleskjøpet Agri, Tine og Nortura hafa gert samkomulag við aðila hér innanlands um að útvega um 30 þúsund rúllur https://landbruk24.no/grovfor-fra-island-til-norge/  og jafnvel eru fleiri farnir af stað en það verður þá uppfært hér eftir því sem ástæða þykir til. Varðandi frekari upplýsingar um útflutning, s.s. verð, flutning og fleiri atriði er bent á að hafa samband við Benedikt Hjaltason (894 6946) heysala@simnet.is, Óskar Eyjólfsson (892 2393) oskar@hjardartun.is og/eða Ingólf Helgason (8973228) hagangur@simnet.is.

Listi yfir áhugasama - listinn var síðast uppfærður 27. ágúst

KLK/GHÁ