Heysýnataka

Nú er að líða á sumarið vonandi hefur fóðuröflun gengið vel. Sumarið hefur verið nokkuð frábrugðið því sem við höfum vanist vegna töluverðra þurrka. Veðráttan hefur mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum.   

RML býður uppá heysýnatöku að vanda og hægt er panta heysýnatöku og fóðurráðgjöf á heimasíðu RML (hnappur á forsíðu).

Hins vegar ef bændur kjósa að  taka sjálfir sýni þá vildi ég aðeins fjalla um það. Ef tekið er verkað sýni þá þarf gróffóðrið að verkast í 4-6 vikur áður en sýni er tekið. Taka sýni sen endurspegla heyforðann og það sem á að gefa yfir veturinn. Stærð sýnisins ætti að vera ca á við handbolta og gott að reyna að lofttæma heysýnapokann, merkja vel og frysta sem fyrst.

Með þessari frétt fylgir heysýnafylgiseðillinn sem við notumst við og hvetjum við bændur sem taka sjálfir sýni til þess að nota hann. Með því að fylla hann út ýtarlega koma sýnin inn í svokallaðann FAS gagnagrunn sem jörð.is og norfor geta sótt sýnin í ef notast þarf við þau við heysýnatúlkun, fóður- eða áburðaráætlanir. Einnig er þetta mikilvæg gagnasöfnun yfir allt Ísland þar sem auðvelt er að vinna úr gagnagrunninum hin ýmsu meðaltöl.

Það sem er skráð á fylgiseðill er eftirfarandi:

  • Sýnatökudagur
  • Búsnúmer (7 stafa bæjarnúmer)
  • Nafn og heimilisfang
  • Netfang
  • Landssvæði
  • Merking fóðursýnis
  • Slátturdagur
  • Hvaðasláttur
  • Velja 1 fóðurkóða sem lýsir sýninu t.d. Eldri tún: Vothey og milliþurrar rúllur: Snemmslegið
  • Verkunaraðferð (t.d. rúllur)
  • Íblöndunarefni

 Fylgiseðill - smelltu hér

 

Baldur Örn Samúelsson

Ráðunautur í fóðrun

baldur@rml.is