Nýtt kynbótamat fyrir hross

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á WorldFeng fyrir alls 452.887 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 33.564 kynbótadómur og skiptist eftir löndum: Ísland 20.893, Svíþjóð 4.113, Þýskaland 3.413, Danmörk 2.588, Noregur 1.187, Austurríki 336, Finnland 288, Holland 270, Bandaríkin 224, Kanada 117, Sviss 96 og Bretland 39.

Alls var tekið tillit 915 arfgerðargreindra hrossa í útreikningum.

Að þessu sinni birtist kynbótamat óháð öryggi vert er þó að vekja athygli á að spá með öryggi undir 60% verður að túlkast með varúð. Nýja kynbótamatið er kvarðað á eftirfarandi hátt: Meðaltal hrossa í útreikningunum með dóm frá Íslandi síðustu 10 árin skorðað sem 100 og 10 stig í dreifni einkunna samsvarar 1 staðalfráviki eðlisfars hvers eiginleika. Í ár var viðmiðunarhópurinn dæmdur 2010 – 2020.

/okg