RML auglýsir eftir ráðgjafa á rekstrar- og umhverfissvið

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni í rekstrarráðgjöf.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Starfar með ráðgjafarteymi RML sem sinnir rekstrarráðgjöf í landbúnaði.
  • Vinna við rekstrar- og fjármögnunaráætlanir fyrir bændur.
  • Vinna við rekstrargreiningar í búrekstri.
  • Þróun og sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML.
  • Önnur verkefni s.s. vinna við gerð og þróun líkana í excel, þátttaka í nýsköpunarverkefnum og samskipti við fjármálastofnanir.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Þekking á landbúnaði er kostur
  • Góð kunnátta á excel er nauðsyn.
  • Þekking á dk-Búbót bókhaldskerfinu eða sambærilegu kerfi er kostur.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð skilyrði.
  • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun æskileg.
  • Góðir samskiptahæfileikar.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 12 starfsstöðvum. Við bendum áhugasömum á að sækja um starfið hér í gegnum heimasíðu okkar (sjá tengil neðar).

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember . Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri klk@rml.is og Borgar Páll Bragason fagstjóri bpb@rml.is .

Sjá nánar: 

Sækja um starf hjá RML

/okg