Afmæliskaffi RML á Selfossi miðvikudaginn 10. maí

Stjórnendur hjá RML verða á ferðinni á Selfossi miðvikudaginn 10. maí.
Í tilefni af 10 ára afmæli RML á árinu verður opið hús á starfsstöðinni okkar að Austurvegi 1 á Selfossi þann dag milli kl. 14:30-16:30
Okkur langar sérstaklega að bjóða bændum að hitta okkur á starfsstöðinni í kaffi og spjall milli kl 14:30-16:30 og ræða um verkefni RML.
Boðið verður upp á köku í tilefni 10 ára afmælisins.

Hlökkum til að sjá ykkur !

Allir velkomnir

 

/hh