Breytingar á starfsmannahaldi

Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri fjármála hjá RML. Hann tekur við af Vigni Sigurðssyni sem hefur hætt störfum hjá RML. Starfsstöð Sigurðar er á Hvanneyri og hægt er að ná í hann í síma 516 5040 og í gegnum netfangið sg@rml.is.

Vignir Sigurðsson hóf störf hjá RML við stofnun fyrirtækisins árið 2013. Honum eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Á starfsstöðinni á Hvanneyri starfa auk Sigurðar:

  • Árni B. Bragason, ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði
  • Borgar Páll Bragason, fagstjóri
  • Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði
  • Helga Halldórsdóttir, verkefnisstjóri mannauðs og tækni
  • Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri
  • Lárus G. Birgisson, ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði
  • Oddný K. Guðmundsdóttir, skrifstofu
  • Snorri Þorsteinsson, ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði

hh/okg