Breytingar á starfsmannahaldi

Sigurður Jarlsson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í tæp 46 ár. 

Sigurður hóf sín störf eftir útskrift frá framhaldsdeildinni á Hvanneyri árið 1975. Hann starfaði sem ráðunautur alla tíð eftir það hjá Búnaðarsambandi Vestfjarða, síðar hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og að lokum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins frá stofnun árið 2013.

Starfsfólk RML þakkar Sigurði gott samstarf og góða viðkynningu.

/okg