Breytingar á starfsmannahaldi

Lárus G. Birgisson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað sem ráðunautur samfellt í tæp 30 ár.

Fyrstu fjögur árin starfaði Lárus sem ráðunautur hjá Búnaðarsamandi Snæfellinga. Eftir sameiningu búnaðarsambandanna á Vesturlandi starfaði hann hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og að lokum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins frá stofnun árið 2013.

Starfsfólk RML þakkar Lárusi gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

/okg