Guðrún Hildur Gunnarsdóttir komin til starfa

Guðrún Hildur Gunnarsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði og verður með aðsetur á Akureyri.

Hún mun sinna lambadómum og skipulagningu þeirra og síðar öðrum verkefnum á búfjárræktar- og þjónustusviði . Hægt er að ná í Guðrún Hildi í síma 516 5034 og í gegnum netfangið gudrunhildur@rml.is.

Guðrún Hildur er boðin hjartanlega velkomin í hóp starfsmanna RML.

/okg