Hey bóndi á Hvolsvelli

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tók þátt í viðburði eða sýningu sem nefndist „Hey bóndi“ á Hvolsvelli um síðustu helgi. Fjölmörg landbúnaðartengd fyrirtæki voru þar mætt til að kynna sínar vörur og þjónustu en það var Fóðurblandan sem stóð fyrir viðburðinum.  Samhliða sýningunni voru haldnir fjölmargir fyrirlestrar. Þar á meðal voru tveir á vegum RML. Fanney Ólöf Lárusdóttir fjallaði um ráðgjöf í sauðfjárbúskap og Borgar Páll Bragason um það hvernig bændur gætu nýtt forritið Jörð.is betur.

Talsvert margir komu á sýnunguna og það var greinilegt að almenn ánægja var með hana.

Á myndinni sem fylgir má sjá Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur ráðunaut RML, Pétur Pétursson starfsmann Fóðurblöndunnar og Pétur Halldórsson ráðunaut RML. 

bpb/okg