Hlé á miðsumarssýningu á Hellu vegna Covid smita

Vegna gruns um að smit hafi komið upp hjá starfsmönnum RML sem voru að vinna á kynbótasýningum á Gaddastaðaflötum í síðustu viku og einnig hjá knöpum,  verður þriðja holl ekki haldið í dag 27. júlí og ekki fyrsta holl á morgun 28 júlí. Ákvörðun verður tekin á morgun eftir að starfsfólk hefur farið í sýnatöku og fengið niðurstöður, um hvert framhaldið verður með þessa sýningu.
 
Við beinum jafnframt eindregnum tilmælum um að þeir sem komi með hross til dóms fari í skimun og láti vita um niðurstöðu hennar áður en komið er með hross til dóms. Enn fremur að viðhöfð er sú regla að aðeins einn aðstoðarmaður fylgi sýnenda hross í sköpulagsdóm. 

 

/hh