Í hlaðvarpanum í Bryðjuholti

S.l. mánudagskvööld hóf göngu sína nýr þáttur um landbúnaðarmál á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þátturinn sem hlotið hefur nafnið Í hlaðvarpanum verður á dagskrá á mánudagskvöldum og er í umsjón Áskels Þórissonar og Beglindar Hilmarsdóttur. Áskell er kannski einna kunnastur innan landbúnaðarins sem ritstjóri Bændablaðsins á sínum tíma og Berglind er kúabóndi á Núpi undir Eyjafjöllum. Þarna er því á ferðinni fólk sem þekkir vel til málaflokksins.

Á mánudaginn brá Áskell sér í heimsókn í Bryðjuholt í Hrunamannahreppi og hitti þar einn af starfsmönnum RML, Baldur Örn Samúelsson. Baldur Örn hyggst koma inn í búskapinn í Bryðjuholti með tíð og tíma ásamt sambýliskonu sinni Önnu Kristínu Svansdóttur en starfar núna sem ráðunautur í fóðrun hjá RML.

Við bendum fólki á að kíkja á þáttinn en viðtalið við Baldur Örn var tekið upp í fjósinu og það er alltaf gaman að sjá fallegar og vel hirtar kýr í snyrtilegu fjósi.

Sjá nánar:

Í hlaðvarpanum, 15. feb. 2016

/gj