Kynbótadómar munu fara fram þann 17. júní

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að dæma fimmtudaginn 17. júní á Gaddstaðflötum, Sörlastöðum og á Hólum, ef áhugi reynist fyrir hendi. Þeir tímar sem bætast við með þessu móti eru hugsaðir fyrir þá sem ekki náðu að skrá áður en sýningar fylltust.
Opnað verður fyrir skráningar fimmtudaginn 27. maí kl. 9:00 og opið til kl. 9:00 föstudaginn 28. maí. Ef plássin fyllast áður en skráningarfrestur er liðinn lokast skráningar fyrr.
Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á síðunni.

hh