Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands

Ljósmynd: Eiðfaxi
Ljósmynd: Eiðfaxi

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið í ár í Borgarnesi, dagana 7. júlí – 11. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þáttökurétt á kynbótasýningu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut. Ákveðin fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki eiga þátttökurétt og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða (sjá fjölda í töflu hér að neðan). Miðað er við að 68 kynbótahross verði á mótinu þar sem um 75% hrossa í hverjum flokki verða valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Er þetta gert til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið. Þetta er sama leið og áætlað var að fara fyrir síðasta landsmót. Stöðulisti verður birtur í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum beðnir um að láta vita fyrir 22 júní n.k., þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.
Fjöldi kynbótarhrossa á FM 2021:

 

4 vetra

5 vetra

6 vetra

7 v. og eldri

Samtals

Stóðhestar:

8

8

8

6

30

Hryssur:

8

14

10

6

38