Ný og endurbætt Heiðrún sett í loftið í dag

Nú hefur verið lokið við aðskilnað Heiðrúnar og Fjárvís og Heiðrún komin í loftið sem sjálfstæður gagnagrunnur og skýrsluhaldskerfi. Með uppfærðri og sjálfstæðri Heiðrúnu vonumst við til að koma betur til móts við þarfir geitfjárbænda í skýrsluhaldinu. Líkt og í öðrum skýrsluhaldskerfum þarf að fara í gegnum Bændatorg til að skrá sig inn í Heiðrúnu en kerfið er nú staðsett á slóðinni www.heidrun.is.

Nánar verður fjallað um uppfærða Heiðrúnu í næsta Bændablaði. 

/okg