Nýjar skrifstofur RML á Sauðárkróki og Hvolsvelli

Upp á síðkastið hafa staðið yfir flutningar hjá starfsfólki tveggja starfsstöðva RML. Starfsstöðin á Hvolsvelli sem áður var til húsa að Austurvegi 4 er nú flutt að Ormsvelli 1 en starfsstöðin á Sauðárkróki sem áður var til húsa að Aðalgötu 21 er nú flutt að Borgarsíðu 8.

Á starfsstöðinni á Hvolsvelli starfar Pétur Halldórsson hrossaræktarráðunautur en á Sauðárkróki eru þau Eiríkur Loftsson ábyrgðarmaður í jarðrækt, Ditte Clausen ábyrgðarmaður í loðdýrarækt, Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt, Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Kristján Óttar Eymundsson en þau starfa bæði sem þjónusturáðunautar.

Við hvetjum bændur og aðra viðskiptavini til að líta við á starfsstöðvum okkar eða hafa samband við okkur með öðrum hætti ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað við.

Sjá nánar:
Starfsstöðvar RML 

/okg