RML 10 ára - Afmæliskaffi á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 8. nóvember næstkomandi verður opið hús milli 14 og 16 á starfsstöðinni okkar, Borgarsíðu 8 á Sauðárkróki. Stjórnendur RML verða á staðnum og við bjóðum bændur sérstaklega velkomna að hitta okkur á starfsstöðinni í kaffi og spjall um verkefni RML. Boðið verður upp á köku í tilefni 10 ára afmælisins.

Hlökkum til að sjá ykkur, allir velkomnir!

/okg