Samstarfsfundur RML og LbhÍ

Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku var haldinn samstarfsfundur RML og LbhÍ.

Tilgangur fundarins var að starfsmenn RML og LbhÍ settu sig inn í verkefni hvors annars ásamt þvi að ræða samstarfsfleti. Í gildi hefur verið samstarfssamningur á milli RML og LbhÍ þar sem meðal annars er kveðið á um reglulega fundi faghópa. Hugmynd að þessum fundi kom til í samtali við endurnýjun samkomulags og höfðu Borgar Páll Bragason RML og Þóroddur Sveinsson frá LbhÍ veg og vanda af undirbúningi. Fundurinn var settur upp með svipuðum hætti og gömlu ráðunautafundirnir með stuttum fyrirlestrum og umræðum í lok þeirra. Í lok fundar voru samstarfsfletir ræddir sérstaklega. Fundurinn var ákaflega vel heppnaður og verður til skoðunar hvort um árlegan fund verði að ræða.

Hér að neðan má sjá dagskrárliði fundarins.

Kynning á BS verkefnum

  • Áhrif skyldleikaræktunar hjá nautgripum og sauðfé á Íslandi - Bjarni Sævarsson og Unnur Jóhannsdóttir, LbhÍ
  • Áhrif kjarnfóðurs í stað mjólkurdufts á vöxt og þroska smákálfa - Haukur Marteinsson, LbhÍ

Lambleysi gemlinga - Charlotta Oddsdóttir, LbhÍ
Áhrif jarðvegsgerðar á bygguppskeru mismunandi yrkja - Hrannar Smári Hilmarsson, LbhÍ
Nýjustu yrkjaprófanir í grösum og smára - Guðni Þorvaldsson, LbhÍ
Áburðarsvörun grænfóðurs á mómýrum - Þóroddur Sveinsson, LbhÍ
Heysýnaniðurstöður síðustu ára - Berglind Ósk Óðinsdóttir, RML
Niðurstöður úr skýrsluhaldi í jarðrækt - Borgar Páll Bragason og Snorri Þorsteinsson, RML
Skoðunarferð um Hvanneyrarjörðina - Egill Gunnarsson, LbhÍ
Vígsla Jarðræktarmiðstöðvarinnar á Hvanneyri - Sæmundur Sveinsson, LbhÍ

Málstofa um kolefnismál

  • Möguleg áhrif ræktunar á losun/bindingu kolefnis og niturs í samhengi við staðalgildi IPCC - Þóroddur Sveinsson og Guðni Þorvaldsson, LbhÍ
  • Mat á losun gróðurhúsalofttegunda úr framræstu landi - Jón Guðmundsson, LbhÍ
  • Loftslagsverkefni RML - Snorri Þorsteinsson, RML

Byggingakostnaður og leiðir til að minnka hann - Sigtryggur Veigar Herbertsson og Sigurður Guðmundsson, RML
Nautgriparækt á tímamótum - Guðmundur Jóhannesson, RML

Kynning á búfræðimenntun LbhÍ

  • Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, starfsmenntunarnám
  • Birna Kristín Baldursdóttir, BS nám
  • Sæmundur Sveinsson, MS og PhD nám

Samstarfsfletir RML og LbhÍ 

Pallborð - Sæmundur Sveinsson, Karvel L. Karvelsson og Sigurður Eyþórsson

 

 

 

 

 

 

Myndir: Bára Sif Sigurjónsdóttir, LbhÍ

klk/okg