Skil á búfjárskýrslum

Matvælastofnun hefur opnað fyrir skil á búfjárskýrslum á vef sínum www.bustofn.is en þar geta bændur sjálfir skilað upplýsingum um búfjárfjölda og heyforða. Opið verður fyrir skil til 20. nóvember næstkomandi. Hafi bændur ekki tök á að skila sjálfir inn á vefinn stendur til boða að kaupa þá þjónustu af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins eins og undanfarin ár. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Matvælastofnunar með því að smella á tengilinn hér að neðan. 

Opnað fyrir skil á haustskýrslum 2016

ghá/okg