Skýrsluhaldsforrit - dreifing árgjalda

RML hefur gert breytingar á fyrirkomulagi innheimtu árgjalda fyrir skýrsluhaldsforritin, nú er mögulegt fyrir áskrifendur að óska eftir því að skipta árgjaldi vegna forrita niður á mánuði í stað þess að árgjald sé greitt einu sinni á ári.

Þessi breyting á við um skýrsluhaldsforritin Huppu, Heiðrún, Jörð og Fjárvís.

Þeir áskrifendur að skýrsluhaldsforritum sem óska eftir að breyta úr árgjaldi í mánaðargjald er bent á að setja sig í samband við skrifstofu RML í síma 516 5000 eða senda tölvupóst á tolvudeild@rml.is og óska eftir breytingunni.

RML hefur einnig gert breytingar á innheimtukröfum á þann hátt að frá 1. júní 2023 mun verða send ein innheimtukrafa fyrir alla reikninga mánaðarins á viðkomandi viðskiptavin til þess að halda niðri kostnaði vegna krafna í banka.

RML leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína á sem bestan hátt og þessar breytingar er liður í því að auka og bæta þjónustu RML.

/okg