Starf ráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðgjafa sem gæti sinnt fjölbreyttu ráðgjafar- og þróunarstarfi á sviði landbúnaðar.

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Starf í ráðgjafateymi RML.
  • Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML.
  • Þróunar- og ráðgjafavinna tengd tækniþróun og loftslags- og umhverfismálum í landbúnaði.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði raungreina, náttúruvísinda, tækni eða umhverfismála æskileg.
  • Reynsla af gagnavinnslu er kostur.
  • Þekking á verkefnastjórnun er kostur.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Geta til að vinna undir álagi.
  • Góðir samskiptahæfileikar.

Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga landbúnaði í sínum víðasta skilningi sem hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafarstarfsemi RML.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 13 starfsstöðvum. 

Við bendum áhugasömum á að hægt er kynna sér starfsemi RML enn frekar hér í gegnum heimasíðuna. Jafnframt er sótt um starfið í gegnum heimasíðuna, sjá tengil neðar. 

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson (klk@rml.is) og Borgar Páll Bragason (bpb@rml.is).

Sækja um starf hjá RML

klk/okg