Sveitasæla var haldin á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þar kynntu fyrirtæki og félög vörur sínar og þjónustu tengda landbúnaði, húsdýr voru á staðnum, kálfar og hundar voru sýndir og hrútar dæmdir, auk þess sem margt fleira áhugavert var á dagskrá. Heppnaðist sýningin með ágætum. RML tók þátt í Sveitasælu og bauð m.a. upp á spennandi getraun fyrir sýningargesti. Svara þurfti fimm spurningum og gefnir fjórir svarmöguleikar við hverri.
Spurningarnar voru:
- Hvaða hrútur var valinn mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna 2016?
- Hvað er Heimarétt í WorldFeng?
- Hve mikið þarf mjólkurkýr sem mjólkar um 20 lítra á dag að drekka af vatni daglega?
- Hvernig er mjólkurlagni ánna metin í skýrsluhaldi í sauðfjárrækt?
- Hvað er áætlað að þurfi mikið fóður til að framleiða eitt minkaskinn?
Rétt svör við spurningunum eru:
- spurning: Rafall frá Úthlíð.
- spurning: Þar birtast öll hross í eigu viðkomandi skýrsluhaldara og þar getur hann sýslað með sín hross.
- spurning: 70-80 lítra.
- spurning: Reiknuð eru afurðastig út frá þunga lamba að hausti - því þarf að skrá fallþunga á öll sláturlömb og lífþunga á ásetningslömb.
- spurning: 48 kg.
Úr hópi þeirra sem voru með rétt svör við öllum spurningunum var dreginn sigurvegari, Guðmar Freyr Magnússon á Sauðárkróki. Fær hann að launum gjafabréf frá RML sem innifelur ráðgjöf að verðmæti 15 þúsund krónur.
Við þökkum gestum Sveitasælu fyrir skemmtilegan dag og þátttöku í getrauninni okkar.
el/okg