Er búið að skrá uppskeru í Jörð.is?

Notendur að Jörð.is eru minntir á að þeir sem hafa skráð uppskeru í forritinu geta með einföldum hætti náð í þau gögn rafrænt við skil á haustskýrslu hjá Matvælastofnun. Lokadagur skila á haustskýrslunni er 20. nóvember.

Þá eiga þeir sem eru innan gæðastýringarkerfisins í sauðfjárrækt að halda utan um upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru og býður forritið upp á sjálfvirka útfyllingu á þar til gerð eyðublöð. Hagnýt notkun upplýsinga um jarðræktina er mikilvæg en til þess þarf samt oft að vega og meta skráðar upplýsingar svo þær fái eitthvert gildi. Eitt af verkefnum RML þessa dagana er að aðstoða bændur við að lesa úr gögnum um skráða áburðargjöf og uppskeru. Þannig má bera saman einstaka spildur með það að markmiði að bæta áburðarnýtingu og meta ræktunarþörf. Dæmi um slíka úrvinnslu fyrir bónda má sjá á meðfylgjandi hlekk. Áhugasömum um sambærilega skýrslu er bent á að senda tölvupóst á bpb@rml.is.

Samanburður áburðargjafar og uppskeru 

bpb/okg