Fræðslufundir RML um fóðrun og beit mjólkurkúa

Í vikunni 17. - 21. mars var norskur fóðurfræðingur, Jon Kristian Sommerseth í heimsókn hjá RML. Heimsóknin var fyrst og fremst liður í því að styrkja fóðurráðgjöf fyrirtækisins en einnig var tækifærið notað til að halda tvo bændafundi þar sem Jon var með erindi ásamt ráðunautum RML. Fundirnir voru mjög vel sóttir en um 70 bændur komu í Þingborg í Flóa og um 60 bændur í Þórisstaði á Svalbarðsströnd.

Í síðustu viku var haldinn fundur á Kirkjubæjarklaustri þar sem ráðunauturinn Jóna Þórunn Ragnarsdóttir hélt erindi ásamt Jarle Reiersen frá MS. Í gær, þriðjudag var síðan haldinn fundur á Egilsstöðum þar sem Berglind Ósk Óðinsdóttir flutti erindi ásamt Önnu Lóu Sveinsdóttur.

Framundan eru enn fleiri fræðslufundir þar sem umfjöllunarefnið er fóðrun, efnainnihald í mjólk og beit. Hér fyrir neðan má sjá hvar fundirnir verða haldnir og hvenær. Þess ber að geta að kaffiveitingar á fundunum verða í boði MS.

  • Þriðjudaginn 8. apríl kl. 13:30 í húsakynnum MS í Búðardal
  • Fimmtudaginn 10. apríl kl 13:30 í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri
  • Mánudaginn 14. apríl kl. 13:30 á Gauksmýri í Húnaþingi 
  • Þriðjudaginn 15. apríl kl. 13:30 á Löngumýri í Skagafirði 

Á meðfylgjandi mynd má sjá fundargesti í Fjóshorninu á Egilsstöðum þann 1. apríl. 

bpb/okg