Sunnlenskir bændur ættu að panta heysýnatöku hið fyrsta

Nú eru bændur um allt land að byrja eða eru búnir með háarslátt. Fyrri sláttur hófst snemma þetta árið, en erfið heyskapartíð á Suður-, Vestur- og Norðvestur-hluta landsins gerði það að verkum að sláttur dróst, forþurrkun gekk illa og hluti heyjanna spratt úr sér. Því má búast við að heyforði landsmanna sé æði misjafn, frá mjög góðum heyjum og forþurrkuðum yfir í hundblaut og trénuð.

Nú kalla afurðastöðvar eftir meiri mjólk og því kjörið tækifæri fyrir kúabændur að framleiða eins mikið og kostur er. Því er rétti tíminn nú að panta heysýnatöku hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, enda eru ráðunautarnir að hlaða í bíla sína og bruna svo út um sveitir í þeim erindagjörðum. Reiknað er með að heysýnataka á Suðurlandi hefjist strax komandi mánudag með ferð um Flóann og svo koll af kolli skv. skipulaginu hér fyrir neðan.

• Mánudagur 18/8: Flói
• Þriðjudagur 19/8: Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur
• Miðvikudagur 20/8: Rangárþing eystra
• Fimmtudagur 21/8: Rangárþing ytra
• Föstudagur 22/8: Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Árnessýsla (það sem út af stendur)
• Mánudagur 25/8: Rangárþing eystra
• Þriðjudagur 26/8: Skaftárhreppur, Mýrdalur
• Föstudagur 29/8: Flói

Hægt er að panta heysýnatöku hér í gegnum heimasíðuna með því að smella á tengilinn hér að neðan: 

Panta heysýnatöku

jþr/okg