Starfsdagar RML 5.-7. nóvember 2025

Sameiginlegur vinnufundur starfsfólks RML stendur yfir dagana 5.-7. nóvember.

Á vinnufundinum kemur starfsfólk fyrirtækisins saman og vinnur að ýmsum verkefnum tengdu starfinu og þróun fyrirtækisins.

Að þessu sinni er hann haldinn á Akureyri. Þessa daga verður því ekki hægt að ná beinu sambandi við starfsfólk okkar og ekki er viðvera á starfsstöðvum.

- Viðskiptavinum er bent á að senda tölvupóst á rml(hjá)rml.is ef erindið þolir ekki bið. Fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og auðið er.

- Vegna fyrirspurna um dkbúbót má senda póst á dkvakt(hjá)rml.is

- Vegna aðgengismála að forritum má senda póst á tolvudeild(hjá)rml.is

Mánudaginn 10. nóvember verður opið samkvæmt venju.