Áhugavert málþing að baki

Í gær stóðu RML og VOR fyrir málþingi um lífræna ræktun á Selfossi. Richard de Visser ráðunautur hjá HortiAdvice í Danmörku hélt þar erindi annars vegar um helstu þætti sem huga þarf að í lífrænni ræktun auk þess sem hann fjallaði um þróun lífrænnar ræktunar í Danmörku. Þau Eiríkur Loftsson og Þórey Gylfadóttir, ráðunautar RML, fjölluðu svo um mikilvægi búfjáráburðar og belgjurta.

Um 70 manns sóttu málþingið, ýmist á staðnum eða í beinu streymi og þótti málþingið heppnast með ágætum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá fyrirlesara og skipuleggjendur. Talið frá hægri; Eiríkur Loftsson, Richard de Visser, Eygló Björk Ólafsdóttir, Helgi Jóhannesson og Þórey Gylfadóttir.

/okg