Auglýst eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Í frétt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis kemur fram að búið sé að opna fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktaðs grænmetis á yfirstandandi ári á Afurð.is. 

Umsóknum skal skilað eigi síðar  en 26. október n.k.

Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við garðyrkju nr. 630/2020 geta sótt um jarðræktarstyrk í garðyrkju. Skilyrði og forsenda fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í Jörð.is.

Framlag á hvern hektara (ha) fyrir hvert bú tekur mið af heildarfjölda ha sem sótt er um. Ekki er greitt framlag fyrir ræktun undir einum hektara.

Fjöldi ha sem sótt er um reiknast í samræmi við eftirfarandi stuðla:

Fjöldi ha sem sótt er um

Stuðull umsóttra ha

1-30 ha

1,0 fyrir rótarafurðir

1-30 ha

4,0 fyrir afurðir ræktaðar ofanjarðar

> 30 ha

0,7 fyrir rótararfurðir

> 30 ha

3,0 fyrir afurðir ræktaðar ofanjarðar

Hver framleiðandi getur ekki fengið hærri greiðslur samtals en 10% af því fjármagni sem til ráð­stöfunar er árlega.

Starfsfólk RML aðstoðar þá sem óska eftir aðstoð við skráningu jarðræktarskýrsluhaldsins og við umsóknir.

/okg