Finnskur garðyrkjuráðunautur í heimsókn - Hópferð að Hveravöllum

Hópurinn við nýbygginguna
Hópurinn við nýbygginguna

Sune Gullans garðyrkjuráðunautur frá Finnlandi var hér í reglubundinni heimsókn í nóvemberbyrjun. Sunnlenskir garðyrkjubændur og Helgi garðyrkjuráðunautur slógust í för með honum að Hveravöllum í Reykjahverfi. Þar er nú í byggingu stórt og nútímalegt gróðurhús sem áhugavert var að skoða. Húsið er hannað fyrir íslenskar / þingeyskar aðstæður og verður búið ræktunarlýsingu og nýjustu tækni til ræktunar. Á Hveravöllum eru þegar fyrir allstór gróðurhús og hluti þeirra með heilsársræktun.

Sune fór yfir ræktunina á staðnum og voru málin rædd og reifuð frá öllum hliðum. Í lok heimsóknarinnar var svo hádegisverðarfundur í boði heimamanna þar sem Sune fór yfir það nýjasta í heilsársræktun og lýsingartækni.

Á myndinni má sjá Sune Gullans og Pál á Hveravöllum ræða gúrkumálin. 

hj/okg