Skráning á ræktun í gróðurhúsum

Nýverið bættist við möguleiki í Jörð.is fyrir skráningu á ræktun í gróðurhúsum. Þessi valmöguleiki kemur aðeins upp í viðmóti hjá þeim sem eru með skráð gróðurhús í fasteignaskrá. 

Skýrsluhaldið snýr að skráningum á ræktun, uppskeru, áburðargjöf og notkun varnarefna. Upplýsingarnar eru síðan dregnar saman í skýrslu sem gefur upplýsingar um flatarmál ræktunar á einstökum tegundum ásamt upplýsingum um uppskorið og selt magn.

Til að njóta beingreiðslna A og B samkvæmt reglugerð um stuðning við garðyrkju nr 1273/2020 þarf að uppfylla skilyrði um fullnægjandi skýrsluhald í Jörð.is.

/okg