Umsóknarfrestur er 15. ágúst vegna jarðræktarsstyrkja í garðyrkju

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktunar á grænmeti, kartöflum og garðávöxtum til manneldis.

Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru skil á skýrsluhaldi í Jörð.is sem byggir á hnitsettu túnkorti af þeim ræktunarspildum sem sótt er um styrk fyrir. Lögð er áhersla á skráningu ræktunar, áburðargjafar, varnarefnanotkunar ofl. í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við garðyrkju.

RML veitir þjónustu við hnitsetningu ræktunarspildna ásamt aðstoð við skráningu jarðræktarskýrsluhaldsins.

Sjá nánar: 
Auglýsing Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

/okg

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/08/06/Auglyst-eftir-umsoknum-um-jardraektarstyrki-i-gardyrkju/