Verðlækkun á áburði á milli 7 og 15%

Nú hafa allir stærslu áburðarsalar síðustu ára auglýst framboð og verð á áburði. Lækkun á áburðarverði er umtalsverð á milli ára eða oft á bilinu 7 og 15% en það er breytilegt á milli áburðarsala og áburðartegunda. Lækkunin skýrist fyrst og fremst af breytingum á gengi og lækkun á heimsmarkaðsverði.

Búið er að uppfæra áburðarupplýsingar í Jörð.is og eru ráðunautar RML farnir að vinna áburðaráætlanir fyrir þá sem þess hafa óskað.

bpb/okg