Kennslumyndband um plægingar - Stillingar á plóg

Plæging spildu á Hvanneyri. Mynd: Elínborg Bessadóttir
Plæging spildu á Hvanneyri. Mynd: Elínborg Bessadóttir

Linda Margrét Gunnarsdóttir ráðunautur hjá RML lauk í fyrra búfræðinámi. Lokaverkefni hennar fjallaði um plægingar og vann hún myndband sem hluta af verkefninu. Í myndbandinu er fjallað um stillingar á dráttarvél, plóg og fleiri mikilvægum þáttum sem koma við sögu ef plægingar eiga að takast vel. Á myndbandið má horfa í gegnum meðfylgjandi slóð, í símanum, tölvunni inni í dráttavél eða úti á túni í verkinu sjálfu. Smellið hér til að nálgast myndbandið.