Nýr bæklingur um framleiðslu og meðhöndlun nautakjöts

Íslenskt gæðanaut hefur látið vinna bækling um framleiðslu og meðhöndlun á íslensku nautakjöti og er hann nú aðgengilegur á naut.is. Fyrirmynd bæklingsins er meðal annars sótt í bæklinginn „Frá fjalli að gæðamatvöru“ sem unninn var  á vegum MATÍS og Landssamtaka sauðfjárbænda.

Í þessum bæklingi var markmiðið að taka saman öll helstu skrefin við framleiðslu á góðu nautakjöti ásamt því að gera grein fyrir ákveðnum bitum og skurðum. Afraksturinn má finna í þessum bæklingi en þar má sjá yfirlit yfir allt framleiðsluferlið. Frekari upplýsingar gefur Höskuldur Sæmundsson, hjá markaðssviði BÍ, en einnig er hægt að óska eftir prentuðum eintökum af bæklingnum hjá honum.

Bæklinginn er hægt að nálgast með því að smella á "Upplýsingar" á forsíðu naut.is og er þar undir "Ýmsar skýrslur". Einnig er hægt að nálgast bæklinginn með því að smella á slóðina hér að neðan.

Sjá nánar:

Íslenskt gæðanaut - framleiðsla og meðhöndlun