Spildudagur í Skagafirði 16. ágúst

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heldur „Spildudag“ í Keldudal í Skagafirði föstudaginn 16. ágúst kl. 13:00-15:00.

Spildudagurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á. Ekki þarf að greiða þátttökugjald en tilkynna þarf þátttöku gegnum slóðina hér að neðan. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 14. ágúst.


Sagt verður frá áburðar- og loftunartilraun sem gerð er í Keldudal í sumar og hún skoðuð.
Fjallað verður um dreifingu á tilbúnum áburði, eiginleika hans, mat á dreifigæðum og þætti sem hafa áhrif á þau. Vangaveltur um áburðargildi kúamykju og hvernig skuli haga dreifingu hennar svo nýting hennar sé sem best.

Skráning á spildudag

 

Sigtryggur/Helga