Aðilaskipti að greiðslumarki í mjólk nú leyfð þrisvar á ári

Í lok síðustu viku gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út breytingu á breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Í breytingunni felst að markaðsdögum er fjölgað í þrjá á ári, frá og með yfirstandandi verðlagsári. Þannig verða tveir markaðsdagar fyrir aðilaskipti innan verðlagsársins, þann 1. apríl og 1. september, og einn markaðsdagur fyrir aðilaskipti sem taka gildi á næsta verðlagsári, þann 1. nóvember.  

Þeir sem hyggjast eiga viðskipti með greiðslumark þurfa að skila gögnum þar að lútandi til Matvælastofnunar eigi síðar en 25. mars vegna markaðar 1. apríl, 25. ágúst vegna markaðar 1. september og 25. október vegna markaðar 1. nóvember.

Sjá nánar:

Reglugerð nr. 239/2014 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum 

/gj