Hækkun á sérstöku innvigtunargjaldi umframmjólkur 1. apríl

Stjórn Auðhumlu hefur ákveðið að hækka gjald fyrir innvigtun á umframmjólk frá 1. apríl 2018 vegna meiri framleiðslu nú í byrjun árs samanborið við undanfarin ár. Í tilkynningu á vef Auðhumlu segir að mjólkurframleiðslan hafi verið nokkuð meiri nú í byrjun árs en 2015 og 2016 og því hafi stjórn Auðhumlu, á fundi sínum 28. febrúar 2018, ákveðið að sérstakt innvigtunargjald á umframmjólk verði hækkað í 52 krónur á lítrann frá 1. apríl 2018.

Frá og með 1. apríl n.k. verður því greiðsla til bænda fyrir umframmjólk 87,40 kr/l að frádregnum 52 kr/l eða 35,40 kr. á innveginn lítra.

gj/audhumla.is