Reiknivél fyrir kúa- og sauðfjárbændur

Breytingar á búvörulögum voru samþykktar 13. september 2016, þar eru ekki gerðar efnislegar breytingar á búvörusamningunum sem samþykktir voru síðastliðið vor, heldur er kveðið skýrt á um að samningurinn skuli endurskoðaður á samningstímanum. Sú endurskoðun hefjist nú þegar og verði lokið eigi síðar en árið 2019. Rétt er að geta þess að enn á eftir að útfæra einstaka liði samninganna, verklagsreglur og/eða reglugerðir.

RML útbjó á sínum tíma reiknivél í excel fyrir kúa -og sauðfjárbændur sem auðveldar þeim að skoða hvernig tekjustreymi búa sinna muni þróast frá árinu 2017 til ársins 2026 út frá stuðningsgreiðslum. Ráðunautar RML eru tilbúnir eins og áður að aðstoða bændur í hverskonar mati á framtíðarrekstri búa sinna.

Sjá nánar

 Reiknivél fyrir bændur vegna búvörusamninga 2016 - útg. 4. 

sg/okg