Rekstrargrunnur BÍ

Óskað er eftir að bændur sendi inn rekstrargögn núna, vegna rekstrarársins 2014 og fyrr. Í framhaldinu verði svo send inn gögn í kjölfar skila á VSK-skýrslum og skattframtali.

Mikilvægt er að bændur sem færi bókhald sitt í dkBúbót taki þátt í rekstrargrunni Bí og sendi reglulega inn bókhaldsgögn. Úr rekstrargrunni eru unnir búreikningar. Búreikningar eru nauðsynlegir við mat á þróun rekstrar, við hagsmunabaráttu eins og í tengslum við búvörusamninga sem og viðmið fyrir rekstraráætlanir og bætta bústjórn.

Með uppfærslu á dkBúbót nú í sumar í útgáfu 14.00 F var gerð lagfæring á innsendingu rekstrargagna og er einfalt að senda inn gögn. Hvert bú þarf að skila inn upplýstu samþykki fyrir þátttöku, einu sinni.

Sjá nánar

Leiðbeiningar vegna innsendingar gagna

jle/okg