DNA-sýnataka og örmerkingar

Nú er rétti tíminn til að láta taka DNA-sýni og örmerkja folöld en öll folöld eiga að vera merkt fyrir 10 mánaða aldur. Frítt er að grunnskrá folöld til 1. mars nk. en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur hjá RML verður á ferð um Suðurland að taka DNA-sýni og örmerkja næstu vikur, endilega hafið samband og pantið í síma 516-5024 / 8631803 eða í gegnum netfangið halla@rml.is. Hún getur einnig kíkt á unghross ef óskað er eftir því. Verðskrá RML er að finna hér á heimasíðunni eða í tengli hér að neðan. 

Rétt er að minna á eftirfarandi:

  • Ekki er hægt að skrá hryssur eða geldinga til kynbótasýningar nema búið sé að taka úr þeim stroksýni til DNA-greiningar og staðfesting á því liggi fyrir í WF.
  • Allir stóðhestar verða að vera DNA greindir svo og foreldrar þeirra.

Sjá nánar: 

Verðskrá RML 

hes/okg