Hrossarækt fréttir

Haustráðstefna Fagráðs í hrossarækt - 12.desember

Seinni partinn í dag, 12. desember, mun birtast á öllum helstu hestamiðlum ráðstefnan Hrossarækt 2020 sem framleidd er af Eiðfaxa. Þar verður farið yfir ræktunarárið og helstu viðurkenningar veittar en þær eru m.a. heiðursviðurkenning Félags Hrossabænda og ræktunarbú ársins 2020.  Ákveðið var að hafa ráðstefnuna með þessu sniði í ljósi aðstæðna. Þátturinn er 47 mínútna langur og geymir ýmsan fróðleik sem enginn áhugamaður um hrossarækt ætti að láta fram hjá sér fara. Útsendingin hefst kl 16.00 að íslenskum tíma, hægt er að horfa með því að smella á þennan hlekk
Lesa meira

Þrettán bú tilnefnd sem Ræktunarbú ársins 2020

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, Ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 50 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi.
Lesa meira

Leiðbeiningar um hauststörfin vegna Covid 19

Heimsóknir til bænda á vegum RML vegna hauststarfa 2020 verða með breyttu sniði vegna Covid 19. Sóttvarnarteymi RML hefur gefið út leiðbeiningar til starfsmanna og verktaka vegna hauststarfa. Byggja þær leiðbeiningar á tilmælum yfirvalda og sóttvarnarlæknis sem eru aðgengilegar á síðunni covid.is.
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 21. ágúst

Hér að neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu á Gaddstaðaflötum, föstudaginn 21. ágúst. Yfirlitið hefst stundvíslega kl. 8:00 og áætluð lok um kl. 15:30.
Lesa meira

Síðsumarssýningar kynbótahrossa

Í næstu viku verða haldnar þrjár síðsumarssýningar; á Gaddstaðaflötum við Hellu, Sörlastöðum í Hafnarfirði og Hólum í Hjaltadal. Hefjast þær sem hér segir: Sýningin á Gaddstaðaflötum hefst kl. 8:00 mánudaginn 17. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 21. ágúst. Sýningin á Sörlastöðum hefst kl. 8:00 þriðjudaginn 18. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu fimmtudaginn 20. ágúst. Sýningin á Hólum hefst kl. 13:00 þriðjudaginn 18. ágúst og lýkur með yfirlistssýningu föstudaginn 21. ágúst.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á síðsumarssýningar er 7. ágúst

Minnum á að boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 17. til 21. ágúst, opnað var á skráningar 16. júlí. Sýningarnar verða að þessu sinni á Gaddstaðaflötum við Hellu, á Sörlastöðum í Hafnarfirði og Hólum í Hjaltadal. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 7. ágúst.
Lesa meira

 Hollaröð á yfirliti 31. júlí

Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu þriðju dómaviku, miðsumars, á Gaddstaðaflötum. Yfirlitið hefst kl. 8:00 og áætluð lok um kl. 17:30, föstudaginn 31. júlí (Ath. að hádegishlé er áætlað sem næst 11:30-12:30).
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti 24.júlí

Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu annarrar dómaviku miðsumars á Gaddstaðaflötum. Yfirlitssýningin hefst kl. 08:00 og áætluð lok eru um kl. 17:40 föstudaginn 24. júlí.
Lesa meira

Yfirlitssýning viku 2 á Hellu

Yfirlit annarrar dómaviku miðsumarssýningar á Hellu fer fram föstudaginn 24. júlí og hefst kl. 08.00. Hefðbundin röð flokka. Nánari dagskrá verður birt hér á heimasíðunni þegar dómum lýkur í kvöld.
Lesa meira