Hrossarækt fréttir

Skýrsluhald WF - hvaða feður eiga flest folöld?

Senn styttist í nýtt ár, þannig nú er rétti tíminn til að fara inn í WorldFeng og ganga frá skráningum þessa árs. Þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 3.306 folöld, af þeim hafa 2.379 skráð örmerki. Samkvæmt skráningum í WF hefur fjöldi fæddra folalda síðustu ár verið rétt innan við 6.000, þannig enn er slatti af folöldum óskráð. Í töflu 1 er hægt að sjá fjölda skráðra folalda eftir svæðum. Þó aðeins sé búið að skrá rúmlega 50% fæddra folalda þá er gaman að skoða hvað feður eiga flest þessara folalda. Þegar niðurstöður voru teknar út úr WF Þann 9/12 2025 eiga 32 hestar 20 eða fleiri folöld, sjá nánar í töflu 2. Það þýðir eins og staðan er í dag að 34% skráðar folalda undan 32 feðrum.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2026

Birt hefur verið áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2026. Landsmót verður haldið í þriðja sinn að Hólum í Hjaltadal, það byrjar þann 5. júlí og endar laugardagskvöldið 11. júlí. Vorsýningar enda miðvikudaginn 24. júní og er reynt að teygja þær eins nálægt mótinu og hægt er. Að þeim loknum tekur við útreikningur á kynbótamati sem röðun afkvæmahesta á landsmóti grundvallast á og annar undirbúningur vegna sýninga kynbótahrossa á mótinu. Tilkynnt verður um fjölda kynbótahrossa á landsmóti og tilhögun valsins um leið og það liggur fyrir frá fagráði.
Lesa meira

Nú er tími haustskýrslna!

Síðasti skiladagur haustskýrslna er fimmtudaginn 20. nóvember. Á heimasíðu RML (www.rml.is) má finna ítarlegar leiðbeiningar fyrir búfjáreigendur sem vilja skila skýrslum sjálfir.
Lesa meira

Starfsdagar RML 5.-7. nóvember 2025

Sameiginlegur vinnufundur starfsfólks RML stendur yfir dagana 5.-7. nóvember. Á vinnufundinum kemur starfsfólk fyrirtækisins saman og vinnur að ýmsum verkefnum tengdu starfinu og þróun fyrirtækisins. Að þessu sinni er hann haldinn á Akureyri. Þessa daga verður því ekki hægt að ná beinu sambandi við starfsfólk okkar og ekki er viðvera á starfsstöðvum.
Lesa meira

Hrossaræktin 2025 - Ráðstefna

Lesa meira

Tólf bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2025

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 56 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Bændasamtaka Íslands, bondi.is.
Lesa meira

Kynbótamat hrossa haustið 2025

Nú hefur nýtt kynbótamat verið vistað í WorldFeng en öllum kynbótasýningum lauk í annarri viku september. Nú byggir kynbótamatið bæði á kynbótadómum hrossa og einnig á keppnisárangri í ákveðnum keppnisgreinum. Hér er um að ræða töltgreinar (T1, T3, T2 og T4), fjórgangsgreinar (V1, V2 og B-flokki), fimmgangsgreinar (F1, F2 og A-flokki) og skeiðgreinar (250 metra skeiði, 100 metra skeiði og gæðingaskeiði). Keppnisárangur hrossa á alþjóðlegum mótum (e. World ranking) í fullorðinsflokki (meistaraflokki og 1.flokki), stórmótum í gæðingakeppni auk skeiðgreina er nýttur. Kynbótadómarnir eru alls orðnir rúmlega 38 þúsund að tölu og keppnisgögnin telja um 172 þúsund dóma. Það er því ljóst að grunnur kynbótamatsins styrkist ár frá ári og ekki síst á þessu ári með því að bæta keppnisárangri hrossa við. Alls voru felldir 2.187 kynbótadómar í ár í níu löndum.
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa Akureyri - yfirlit hollaröð 22.08.

Yfirlitssýning kynbótahrossa á síðsumarssýningu á Akureyri fer fram föstudaginn 22.08. og hefst kl 9:00 Hér má sjá hollaröðun
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa á Akureyri - hollaröðun

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Hlíðarholtsvelli, Akureyri dagana 20.-22. ágúst n.k. Hér má sjá hollaröðun
Lesa meira

Röðun hrossa á síðsumarssýningu á Rangárbökkum

Röðun hrossa á kynbótasýningunni á Rangárbökkum hefur verið birt. Alls eru 118 hross skráð. Dómar hefjast mánudaginn 18. ágúst kl. 8:00 en byrjað verður að mæla fyrstu hross kl. 7:50. Yfirlitssýning verður síðan á föstudeginum 22. ágúst.
Lesa meira