Hrossarækt fréttir

Íslensk hestanöfn, nafnareglur og WorldFengur

Undanfarið hefur verið töluverð umfjöllun um störf starfshóps um hestanöfn á íslenskum fréttamiðlum og einstakar ákvarðanir hans. Til að gefa hestamönnum meiri innsýn inn í störf nafnahópsins og þýðingu fyrir markaðsetningu íslenska hestsins langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri.
Lesa meira

Umsóknir í Stofnverndarsjóð

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Lesa meira

Hryssur og hestar með verðlaun fyrir afkvæmi 2021

Alls hlutu 8 hryssur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á árinu en til að hljóta verðlaunin þarf hryssan að eiga að lágmarki fimm dæmd afkvæmi og vera með 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs.    Hérna fyrir neðan er listi yfir þær hryssur sem náðu þessum merka áfanga á árinu, kynbótamat fyrir aðaleinkunn og aðaleinkunn án skeiðs. Röðun hryssna er eftir kynbótamati aðaleinkunnar, nokkrar hryssur eru jafnar að stigum en röðun þeirra fer þá eftir aukastöfum kynbótamatsins.
Lesa meira

Hrossaræktin 2021 - Ráðstefna

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs verður haldin sunnudaginn 28 nóvember og byrjar klukkan 13:00. Ráðstefnunni verður streymt og sér Alendis um þá útsendingu. Hægt er að senda inn fyrirspurnir eftir hvert erindi. Vegna gildandi takmarkana og reglna um fjölda, nálægðarmörk og grímunotkun er hestaáhugafólk því hvatt til að fylgjast með streymi en einungis 50 manns geta setið ráðstefnuna og eru það einungis boðsgestir vegna viðurkenninga.
Lesa meira

Tilnefnd ræktunarbú árið 2021

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 32 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi en í ár voru tvö bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 13 í ár. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is.
Lesa meira

Nýr kynbótamatsútreikningur í WorldFeng

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á WorldFeng fyrir alls 465.461 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 34.499 kynbótadómar og skiptist eftir löndum:
Lesa meira

Málefni hrossaræktar og hestamanna - Fundarferð um landið

Almennir fundir um málefni hrossræktarinnar og félagsstarfsins verða haldnir um landið þegar Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Elsa Albertsdóttir ræktunarleiðtogi íslenska hestsins hjá RML verða á ferðinni. Helstu málefni sem tekin verða fyrir eru breytingar á félagskerfi Félags hrossabænda, markaðsmál, sýningarárið 2021 og helstu niðurstöður þess.
Lesa meira

Skráningar á fangi

Rétt er að minna á mikilvægi þess að skila inn staðfestingu um veru hryssu hjá stóðhesti hvort sem niðurstaða sónarskoðunar er ljós eða ekki. Eigendur stóðhesta geta skráð þessa niðurstöður sjálfir í sinni heimarétt eða sent inn stóðhestaskýrslur til RML. Hryssueigendur geta líka skráð þessar upplýsingar inn í sinni heimarétt en skráning verður ekki gild nema eigandi stóðhestsins samþykki hana.
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 20. ágúst - Hollaröð

Hér að neðan má nálgast hollaröð yfirlits síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum, sem fram fer á morgun, föstudaginn 20. ágúst. Sýningin hefst stundvíslega kl. 08:00 en áætluð lok um kl. 17:15-17:30.
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 20. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 20. ágúst og hefst kl. 8:00; hefðbundin röð flokka. Hollaröð yfirlits birt svo fljótt sem verða má að afloknum dómum fimmtudags.
Lesa meira