Hrossarækt fréttir

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum

Yfirlitssýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði föstudaginn 26. maí og hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum, þessi flokkun mun þó riðlast eitthvað. Hádegishlé (1 klst.) verður að afloknum 15 hópum.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Selfossi 1. til 2. júní

Kynbótasýning verður á Selfossi dagana 1. og 2. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 fimmtudaginn 1. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 2. júní og hefst hún kl. 9:00. Alls eru 32 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" eða í gegnum tengil hér neðar. Við biðjum eigendur og sýnendur að mæta tímanlega með hrossin til dóms þannig að dómstörf gangi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.
Lesa meira

Tölur um búfjárfjölda og fóðurforða 2016

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda og fóðurforða fyrir árið 2016. Um beina gagnasöfnun er að ræða þar sem búfjáreigendur/umráðamenn búfjár skrá upplýsingar um fjölda búfjár, forða og landstærðir í gagnagrunn Matvælastofnunar, Bústofn.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á allar vorsýningar er 26. maí

Þegar þetta er ritað eru tvær sýningar fullbókaðar en það eru sýningarnar í Spretti og á Gaddstaðaflötum dagana 12. til 16. júní. Lokaskráningardagur á allar sýningar vorsins sem eftir eru er föstudagurinn 26. maí. Sýningar verða á þremur stöðum dagana 6. til 9. júní, í Borgarnesi, Víðidal og á Gaddstaðaflötum, enn eru laus pláss á öllum þessum sýningum. Sýningin á Hjólum í Hjaltadal verður vikuna 12. til 16. júní, lokaskráningardagur á hana er 26. maí eins og þegar hefur komið fram.
Lesa meira

Kynbótasýningar Melgerðismelum og Selfossi 29. maí - 2. júní

Kynbótasýningar fara fram dagana 29. maí til 2. júní á Melgerðismelum og á Selfossi, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Rétt er að árétta að einungis er hægt að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er lengur hægt að greiða með millifærslu.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Sörlastöðum 22. til 26. maí.

Kynbótasýning verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 22. til 26. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 12:30 mánudaginn 22. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 26. maí. Alls eru 74 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" á forsíðu heimasíðunnar.
Lesa meira

Kynbótasýning Sörlastöðum í Hafnarfirði 22.-26 maí

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 22.-26. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Rétt er að árétta að einungis er hægt að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er lengur hægt að greiða með millifærslu.
Lesa meira

DNA-stroksýnataka á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 5. og þriðjudaginn 9. maí. Áhugasamir hafi samband við Pétur S: 862-9322, eða petur@rml.is.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Þann 18. apríl var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni er tengill sem vísar í "skrá á kynbótasýningu“. Leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu má einnig finna hér á heimasíðunni undir kynbótastarf/hrossarækt/kynbótasýningar.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Sýningaáætlun 2017

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2017 og er hún komin hér á vefinn undir "Kynbótastarf/kynbótasýningar/sýningaáætlun". Byrjað verður viku seinna en í fyrra og verður því dæmt lengra fram í júní í ár, áætlunin er sem hér segir:
Lesa meira