Hrossarækt fréttir

Erfðaframför í íslenska hrossastofninum - Hvernig er dreifing einkunna á kynbótasýningum og í kynbótamati?

Ræktunarmarkmiðið íslenska hestsins er víðfeðmt og eiginleikarnir sem ræktendur leitast við að bæta eru fjölmargir. Til einföldunar má skipta þeim í tvo meginflokka. Annars vegar „séða eiginleika“, sem ráðast alfarið af erfðum stakra erfðavísa (dæmi: erfðir hrossalita og gangráðs) og eru ekki háðir neinum umhverfisáhrifum, og hins vegar „magneiginleika“ sem lúta áhrifum fjölmargra erfðavísa og umhverfisþátta.
Lesa meira

Niðurstöður kynbótamats hrossa haustið 2023

Nýr kynbótamatsútreikningur hefur verið settur inn í Upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng, fyrir alls 492.564 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma (fullnaðardóma) sem lágu til grundvallar útreikningnum að þessu sinnu var 36.160 og skiptist eftir löndum þannig: Ísland 22.379, Svíþjóð 4.459, Þýskaland 3.721, Danmörk 2.819, Noregur 1.279, Austurríki 387, Finnland 294, Holland 319, Bandaríkin 228, Kanada 117, Sviss 110, Bretland 39 og Færeyjar 9. Alls var tekið tillit til 1.027 arfgerðargreindra hrossa í útreikningum fyrir gangráðinn.
Lesa meira

Sýningar kynbótahrossa – þjónustukönnun RML

Nú að afloknum kynbótasýningum ársins er mikilvægt að fara yfir hvernig til hefur tekist og hvað megi bæta í þjónustunni og eins að undirbúa umfjöllun haustsins sem væntanlega verður m.a. á vegum deildar félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt.
Lesa meira

Hrossamælingar / WorldFengur – Tímamót

Nú hefur ný og spennandi viðbót bæst við upprunaættbók íslenska hestsins WorldFeng. Frá og með mánudeginum 28. ágúst varð fært að skrá hefðbundnar mælingar hrossa og vista í gagnabankanum – utan reglulegra kynbótasýninga. Þetta þýðir meðal annars: Hvenær sem er má óska eftir mælingu, fyrir hvaða hross sem er, geldinga – hryssur – stóðhesta, og mælingar verða sýnilegar öllum notendum WorldFengs á heimsvísu. Fylgjandi og sjálfsögð krafa er að gripurinn sé grunnskráður og örmerktur. Öll hefðbundin mál eru tekin og skráð, alls x13 m. hófamálum. Sjá sérstakan flipa í grunnmynd hvers hests í WorldFeng: Mælingar
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum 24. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Rangárbökkum fer fram fimmtudaginn 24. ágúst og hefst stundvíslega kl. 08:00. Hefðbundin röð flokka. Áætluð lok sýningar um kl. 15:00.
Lesa meira

Frá Bændasamtökum Íslands

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 21. til 24. ágúst

Röðun hrossa á kynbótasýningunum á Hólum í Hjaltadal og Rangárbökkum við Hellu vikuna 21. til 24. ágúst hefur verið birt hér á heimasíðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 21. ágúst kl. 8:00. Alls eru 91 hross skráð á sýninguna á Hólum og 74 á Rangárbökkum. Báðum sýningunum lýkur með yfirlitssýningu fimmtudaginn 24. ágúst. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Síðsumarssýningar - síðasti skráningardagur 7. ágúst.

Minnum á að síðasti skráningardagur á síðsumarssýningar er á miðnætti mánudagsins 7. júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningar eru í boði.
Lesa meira

Röð hrossa á yfirliti á Hellu 2. ágúst

Hér að neðan má sjá hollaröðun á yfirlitssýningu kynbótahrossa sem fer fram á Hellu miðvikudaginn 2. ágúst. Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:00 eins og venja er á 7 vetra hryssum og endar á yngstu stóðhestum. Áætlað er að yfirlitinu sé lokið um 12:30.
Lesa meira

Miðsumarsýningar Rangárbökkum við Hellu

Vegna mjög mikillar eftirspurnar að koma hrossum til dóms miðsumars á Suðurlandi hefur verið ákveðið að bæta við tveimur sýningardögum 31. júlí og 1. ágúst (Rangárbakkar við Hellu, vika 3) auk yfirlitssýningar 2.ágúst. Þeir sem hafa óskað eftir að koma hrossum að eru því hvattir til að skrá hross sín sem fyrst en opið er fyrir skráningu til miðnættis laugardaginn 15 júlí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML.
Lesa meira