Hrossarækt fréttir

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 29. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 29. maí á sýningar sem verða í annarri og þriðju viku júní. Í töflunni hér neðar má sjá um hvaða sýningar er að ræða. Þegar er orðið fullt á allar vorsýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu, seinni vikuna á Sörlastöðum og seinni vikuna á Hólum í Hjaltadal.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningar í Spretti og á Gaddstaðaflötum vikuna 2.-5. júní

Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi þriðjudaginn 2. júní og lýkur henni með yfirlitssýningu daginn eftir. Alls eru 31 hross skráð á sýninguna. Sýningin á Gaddstaðaflötum stendur alla vikuna en þar eru 99 hross skráð. Dómar hefjast þriðjudaginn 2. júní og lýkur með yfirlitssýningu á föstudeginum 5. júní.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 22. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 22. maí á sýningar sem verða í fyrstu viku júní. Í töflunni hér að neðan má sjá um hvaða sýningar er að ræða. Skráningafrestur hefur verið framlengdur til 29. maí á aðrar sýningar í júní. Þegar er orðið fullt á allar vorsýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu en nóg af plássum á öðrum sýningum.
Lesa meira

Kynbótasýningar á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum falla niður

Kynbótasýningar sem vera áttu á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum í lok maí verða felldar niður vegna dræmrar þátttöku. Aðeins 20 hross voru skráð á sýningarnar. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt.
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað var á skráningar á kynbótasýningar vorsins nú í morgun, þriðjudaginn 5. maí. Að þessu sinni fara skráningar fram í gegnum nýtt skráningarkerfi. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2020 – Skráningar og sýningargjöld

Á næstu dögum verður tekið í notkun nýtt skráningakerfi fyrir kynbótasýningar. Það verður auglýst rækilega á heimasíðu RML og facebooksíðu þegar opnað verður fyrir kerfið. Skráningakerfið verður aðgengilegt hér á heimasíðu RML og forsíðu World Fengs, www.worldfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu um leið og hross er skráð á kynbótasýningu. Hægt verður að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er hægt að greiða með millifærslu. Um leið og hrossið hefur verið skráð birtist það strax inn á viðkomandi sýningu.
Lesa meira

Skráningar á folöldum og fleira tengt skýrsluhaldi

Þrátt fyrir að ástandið í þjóðfélaginu sé fordæmalaust eins og við höfum heyrt ansi oft á síðustu vikum kemur vorið með fuglasöng og grænum grundum. Fyrstu folöldin fara að fæðast og því rétti tíminn til að rifja svolítið upp um skýrsluhaldið í hrossarækt. Í WorldFeng hefst nýtt skýrsluhaldsár 1. apríl ár hvert. Það þýðir að frá og með þeim degi er ekki hægt að skrá það sem gerðist árið á undan.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2020

Stefnt er að því að halda allar kynbótasýningar hrossa sem eru á áætlun í vor og sumar. Rétt er að taka þetta fram á þessum óvissutímum. Þó þarf að hafa það í huga að takmarkanir þær sem verða í vor vegna Covid-faraldursins gætu haft einhver áhrif á framkvæmd sýninganna. Verður látið vita af því um leið og hægt er.
Lesa meira