Skýrsluhald WF - hvaða feður eiga flest folöld?
10.12.2025
|
Senn styttist í nýtt ár, þannig nú er rétti tíminn til að fara inn í WorldFeng og ganga frá skráningum þessa árs. Þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 3.306 folöld, af þeim hafa 2.379 skráð örmerki. Samkvæmt skráningum í WF hefur fjöldi fæddra folalda síðustu ár verið rétt innan við 6.000, þannig enn er slatti af folöldum óskráð. Í töflu 1 er hægt að sjá fjölda skráðra folalda eftir svæðum. Þó aðeins sé búið að skrá rúmlega 50% fæddra folalda þá er gaman að skoða hvað feður eiga flest þessara folalda. Þegar niðurstöður voru teknar út úr WF Þann 9/12 2025 eiga 32 hestar 20 eða fleiri folöld, sjá nánar í töflu 2. Það þýðir eins og staðan er í dag að 34% skráðar folalda undan 32 feðrum.
Lesa meira