Hrossarækt fréttir

Kynbótasýningar - skráningar og staða mála

Skráningar á kynbótasýningar gengu vel í dag. Þegar þetta er skrifað er búið að skrá rúmlegar 1.000 hross á þær 12 sýningar sem eru í boði. Fjórar sýningar eru þegar fullar en það eru þessar sýningarnar:
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar - nýjustu fréttir

Opnað verður fyrir skráningar miðvikudaginn 11.maí kl:10:00 Unnið hefur verið hörðum höndum að því að koma skráningarkerfinu í lag. Rétt fyrir hádegi í dag voru keyrðar inn pantanir sem ekki höfðu skilað sér inn í kerfið vegna bilunar. Kerfið verður prufukeyrt í dag og á morgun til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir lendi aftur í vandræðum með skráningar. Í viðleitni til að koma til móts við eigendur og knapa hrossa sem hafa hug á að mæta til dóms á þær sýningar sem þegar eru fullar, hefur sýningardögum á völdum sýningum verið fjölgað.
Lesa meira

Vegna bilunar í skráningarkerfi fyrir kynbótasýningar – enn er unnið að viðgerð

Áætlað er að opna fyrir skráningar þriðjudaginn 10. maí en einnig er verið að kanna möguleika á að stækka þær sýningar sem ljóst er að aðsókn verður mikil í. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið viðskiptavinum okkar. Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu okkar á mánudagsmorgun.
Lesa meira

Myndband sem sýnir kröfur til hæstu einkunna

Kynbótadómaranefnd FEIF hefur gefið út myndband sem sýnir hvaða kröfur eru gerðar til hæstu einkunna mismunandi eiginleika sem sýndir eru í kynbótadómi. Tilgangur myndbandsins er að skýra út hvað farið er fram á fyrir hæstu einkunni í kynbótadómi.
Lesa meira

Bilun í skráningarkerfi fyrir kynbótasýningar - unnið að viðgerð

Búið er að loka fyrir allar skráningar á kynbótasýningar vegna bilunar í pöntunarkerfi. Unnið er að viðgerð. Kerfinu hefur verið lokað og við getum í fyrsta lagi opnað það mánudaginn 9. maí n.k. Við biðjum fólk að sýna biðlund og RML biðst innilegrar afsökunar á þessum tæknilegu vandamálum. Frekari upplýsinga er að vænta á morgun, föstudag 6. maí.
Lesa meira

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar vorsins 3. maí.

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar þriðjudaginn 3. maí kl. 10:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en hér á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML.
Lesa meira

Skýrsluhald - hrossarækt

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2021. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif?
Lesa meira

Kynbætur búfjár og kynbótamat - Viðtal við Þórdísi þórarinsdóttur

Nýverið mætti starfsmaður RML, Þórdís Þórarinsdóttir, í viðtal í þáttinn Samfélagið á Rás 1. Þar fræddi Þórdís Þórhildi Ólafsdóttur og hlustendur um kynbætur og kynbótamat. Stiklað var á stóru um þetta víðfema umræðuefni og var meðal annars komið inn á: - Hvað eru kynbætur og hvernig hefur mannkynið nýtt sér þær? - Hvað er kynbótamat og hvernig er það framkvæmt? - Hafa kynbætur neikvæðar afleiðingar í för með sér? - Kynbætur íslensku bústofnanna. Viðtalið byrjar á mínútu 16.12.
Lesa meira

Upptökur og streymi af kynbótasýningum RML

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og ALENDIS um streymi og upptökur frá kynbótasýningum sumarið 2022 og möguleika á framlengingu fyrir sumarið 2023. Allar kynbótasýningar vor/sumar 2022 verða því aðgengilegar í vefsíðu/appi Alendis. RML mun fá afhentar niðurklipptar sýningar.
Lesa meira

Uppfært kynbótamat í WorldFeng

Kynbótamat hrossa (BLUP) er eitt af þeim verkfærum sem hrossaræktendur hafa aðgang að við val á hrossum til undaneldis. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta verkfæri sem dregur saman allar tiltækar tölulegar upplýsingar frá kynbótadómum allra hrossa í stofninum í heildarniðurstöðu um gildi hrossa til framræktunar. Gildið ræðst af röðun hrossa út frá því hversu mikils er að vænta að þau geti lagt af mörkum í ræktunarstarfinu.
Lesa meira