Hrossarækt fréttir

Kynbótamat hrossa haustið 2024

Nú er öllum kynbótasýningum ársins lokið, var því nýtt kynbótamat reiknað í gær og er búið að birta það í WorldFeng. Alls voru felldir 2.302 dómar í ár í níu löndum. Kynbótamatið byggir því nú á rúmlega 38.000 fullnaðardómum og styrkist grunnur matsins árlega með nýjum upplýsingum. Valparanaforritið verður einnig uppfært í vikunni. Það er afar magnað verkfæri sem ræktendur hafa til að hjálpa sér að velja stóðhesta á sínar hryssur.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum 22. ágúst

Yfirlitssýning seinni viku síðsumarssýninga á Rangárbökkum fer fram fimmtudaginn 22. ágúst og hefst stundvíslega kl. 08:00. Áætluð lok sýningar um kl. 14:30-15:00. 
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum 16. ágúst

Yfirlitssýning fyrri viku síðsumarssýninga á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 16. ágúst og hefst stundvíslega kl. 08:00. Áætluð lok sýningar um kl. 17:50.
Lesa meira

Aukaskráningargluggi 15. ágúst / Síðsumarssýning á Rangárbökkum

Sökum fjölda áskorana hefur verið ákveðið að opna að nýju fyrir skráningar á síðustu kynbótasýningu ársins sem fram fer á Rangárbökkum í komandi viku. Opnað verður fyrir nýjar skráningar hrossa kl. 15:00 í dag (15. ágúst) og verður möguleikinn opinn til miðnættis, eða þar til 30 nýjar skráningar hafa borist. Upplegg næstu viku breytist því á þann veg að dæmt verður mánudag til miðvikudags (19.-21. ágúst) en síðasta IS-yfirlitssýning ársins fer fram fimmtudaginn 22. ágúst.
Lesa meira

Afurðatjón vegna illviðra í júní

Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Lesa meira

Hollröðun á yfirliti á Hólum 15.08.

Hollaröð á yfirliti á Hólum, fimmtudaginn 15.08. Sýningin hefst kl 8:00
Lesa meira

Breyting á kynbótavelli - Hólar 13.-15. ágúst

Tilkynning frá sýningarstjóra: Vegna aðstæðna á Hólum í Hjaltadal, munu kynbótadómar dagana 13.-15. ágúst fara fram á skeiðbrautinni í stað kynbótabrautar.
Lesa meira

Röðun hrossa á síðsumarssýningum á Rangárbökkum og á Hólum

Röðun hrossa á kynbótasýningarnar á Rangárbökkum hefur verið birt. Alls eru 120 hross skráð á fyrri vikuna og 66 hross á þá seinni. Dómar hefjast mánudaginn 12. ágúst kl. 8:00 en byrjað verður að mæla fyrstu hross kl. 7:50. Yfirlitssýning verður síðan á föstudeginum 16. ágúst. Í seinni vikunni 19. til 21. ágúst verða dómar á mánudegi og þriðjudegi en yfirlitssýning á miðvikudeginum 21. ágúst.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum 26. júlí

Yfirlitssýning á miðsumarssýningu á Rangarbökkum fer fram á morgun föstudaginn 26. júlí og hefst stundvíslega kl. 8:00. Það eru 77 hross sem mæta á yfirlitssýningu og sökum Íslandsmóts er röðun á flokkum hrossa aðeins óhefðbundin. Reynt var eftir bestu getu að raða í holl eftir óskum sem bárust og við biðjum knapa að sýna tillitssemi og vera tímanlega. Áætluð lok er um kl. 15:00.
Lesa meira

Röðun hrossa á Rangárbökkum 22.-26. júlí

Hollaröðun fyrir kynbótasýningu á Rangárbökkum 22. til 26. júlí er tilbúin og hefur verið birt hér á vefnum. Alls eru 128 hross skráð. Mælingar hefjast mánudaginn 22. júlí kl. 7:50 og mikilvægt að sýnendur mæti tímanlega.  
Lesa meira