Hrossarækt fréttir

Yfirlitssýning á Selfossi 25. ágúst

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Brávöllum á Selfossi verður föstudaginn 25. ágúst og hefst kl. 9.00 með sýningu 7 vetra og eldri hryssna sem sýndar verða í 11 hollum. Að lokinni sýningu þeirra verða sýndar 6 vetra hryssur og að lokinni sýningu 5 holla eða samtals 16 verður tekið klukkutíma hádegishlé. Að hádegishléi afstöðnu verður sýning 6 vetra hryssna kláruð og næstar í röð verða svo 5 vetra hryssur og þá 4 vetra.
Lesa meira

Hollaröð á yfirlitssýningu á Dalvík 25.ágúst

Hér má sjá hollaröðun á yfirliti á Dalvík 25. ágúst. Sýningin hefst kl. 09:00
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa Dalvík - hollaröð

Síðsumarssýning kynbótahrossa Hringsholti við Dalvík - hollaröðun
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa Borgarnesi - hollaröð

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi dagana 23. og 24. ágúst n.k. Hér má sjá hollaröðun.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Selfossi 22.-24. ágúst

Kynbótasýning verður á Selfossi dagana 22. til 25. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 22. ágúst. Yfirlitssýning verður föstudaginn 25. ágúst og hefst hún kl. 9:00. Alls eru 102 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur

Skráningarfrestur á síðsumarssýningar á Selfossi, í Borgarnesi og á Dalvík hefur verið framlengdur til miðnættis mánudaginn 14. ágúst. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is en þar er valmynd á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á síðsumarssýningar er 11. ágúst

RML minnir á að boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 21. til 25. ágúst. Sýningar verða á Selfossi, Dalvík og í Borgarnesi ef næg þátttaka næst. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 11. ágúst.
Lesa meira

Hollaröð Miðsumarssýningar II

Yfirlitssýning Miðsumarssýningar II á Gaddstaðaflötum fer fram miðvikudaginn 2. ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00. Hollaröð yfirlits má nálgast í krækju hér fyrir neðan. Áætluð lok yfirlits um kl. 14:00.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti Miðsumarssýningar I á Gaddstaðaflötum

Hollaröðun má nálgast hér í krækjunum fyrir neðan. Fimmtudagurinn 27. júlí er fyrst og fremst helgaður hryssum. Byrjað kl. 8:00 og áætluð lok um kl. 18:30. Föstudagurinn 28. júlí er helgaður stóðhestum. Þá verður byrjað kl. 9:00 og sýningunni lokið um hádegisbil.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum 23.-28. júlí - Hollaröðun

Mikil og góð skráning var á Miðsumarssýningu á Gaddstaðaflötum en skráningu lauk föstudaginn 14. júlí um leið og sýningin varð fullskipuð. Nauðsynlegt er að hefja dóma degi fyrr en áður var áætlað eða sunnu-daginn 23. júlí. Tvær dómnefndir verða að störfum og dæmt frá sunnudegi 23. júlí til miðvikudags 26. júlí (áætlað um 60 hross á dag). Yfirlitssýningar verða svo fimmtudag og föstudag, 27.-28. júlí. Dagskrá vinnudaganna og skipulag holla má skoða í meðfylgjandi skjölum auk knapalista þar sem tímar einstakra knapa eru settir upp í stafrófsröð.
Lesa meira