Hrossarækt fréttir

Kynbótahross á Fjórðungsmóti

Fjórðungsmót verður haldið í Borgarnesi, dagana 3. – 6. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Kjós, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum, Skagafirði eða Eyjafirði eiga þáttökurétt á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut. Stöðulista má sjá á WorldFeng yfir þau hross sem hafa unnið sér þáttökurétt á mótinu og liggur sá listi endanlega fyrir þegar yfirlitssýningu lýkur á Hólum í dag, 23. júní. Eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum eru beðnir um að láta vita fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 25. júní, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Hægt er að láta vita í síma 866-2199 eða á tölvupósti: thorvaldur@rml.is
Lesa meira

Yfirlitssýning á Hólum 22. og 23. júni

Yfirlitssýningar ná yfir tvo daga á Hólum. Sú fyrri er sunnudaginn 22. júní og hefst hún kl. 12.00. Mánudaginn 23. júní hefst yfirlitssýningin kl. 8.00
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar mánudaginn 23. júní kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira

Spennandi nýjung í kynbótamati íslenskra hrossa: Nýting keppnisárangurs

Nú hefur nýtt kynbótamat verið vistað í WorldFeng en þar er keppnisárangur hrossa nýttur í fyrsta skipti í kynbótamati fyrir íslensk hross. Fram til þessa hefur kynbótamatið byggt eingöngu á kynbótadómum en framvegis mun það byggja bæði á þeim og keppnisárangri hrossa í völdum flokkum íþrótta- og gæðingakeppni. Hér fyrir neðan eru helstu punktar en nánari skýringar eru í textanum sem fylgir
Lesa meira

Röðun hrossa á yfirliti á Rangárbökkum 6. júní

Yfirlit annarrar vorsýningar á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 6. júní og hefst stundvíslega kl. 08:00.
Lesa meira

Birt hefur verið hollaröð fyrir Miðfossa

Hollaröð fyrir Miðfossa hefur verið birt á síðunni undir Röðun hrossa á kynbótasýningum. Þar birtast allar upplýsingar um röðun hrossa á sýningar sumarsins.
Lesa meira

Kynbótasýningin færð frá Borgarnesi að Miðfossum

Ákveðið hefur verið að færa kynbótasýningu sem vera átti í í Borgarnesi, dagana 10. til 12. júní, að Miðfossum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Ef einhverjir kjósa að draga hross sín úr þessari sýningu er viðkomandi bent á að senda tölvupóst á netfangið rml@rml.is. Dómar munu fara fram þriðjudaginn 10. júní og miðvikudaginn 11. júní, yfirlitssýning verður á fimmtudeginum 12. júní. Hollaröð fyrir þessa sýningu mun birtast í síðasta lagi miðvikudaginn 4. júní á heimasíðu RML.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Rangárbökkum - Hollaröðun

Yfirlit fyrstu vorsýningar á Rangárbökkum fer fram miðvikudaginn 28. maí og hefst stundvíslega kl. 09:00.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 2. til 6. júní

Skráningum er nú lokið á allar vorsýningar en síðasti skráningardagur var 23. maí. Alls eru 747 hross skráð á sýningarnar sem er mjög góð þátttaka. Röðun hrossa í kynbótadóm í næstu viku á Rangárbökkum og Hólum hefur verið birt hér á síðunni. Dæmt verður frá kl. 8:00 og ef allt gengur upp ætti dómum að vera að ljúka um kl. 19:30. Til að tímasetningar standist sem best biðjum við knapa og eigendur um að mæta tímanlega.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á vorsýningar er í dag 23. maí

Síðasti skráningarfrestur á allar vorsýningar rennur út á miðnætti í kvöld föstudaginn 23. maí. Skráning og greiðsla fer fram á heimasíðu RML. Í meðfylgjandi töflu má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira