Kynbótasýningar - Sýningaáætlun 2017

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2017 og er hún komin hér á vefinn undir
"Kynbótastarf/kynbótasýningar/sýningaáætlun". Byrjað verður viku seinna en í fyrra og verður því dæmt lengra fram í júní í ár, áætlunin er sem hér segir:

 - 22.05 - 26.05  Hafnarfjörður 
 - 29.05 - 02.06  Melgerðismelar
 - 01.06 - 02.06  Fljótsdalshérað
 - 29.05 - 02.06  Selfoss
 - 06.06 - 09.06  Víðidalur í Reykjavík
 - 06.06 - 16.06  Gaddstaðaflatir
 - 06.06 - 09.06  Borgarfjörður
 - 12.06 - 16.06  Sprettur í Kópavogi
 - 12.06 - 16.06  Hólar í Hjaltadal

 - 27.06 - 02.07 Fjórðungsmót Vesturlands

  - 24.07 - 28.07  Miðsumarssýning Hólar í Hjaltadal
 - 24.07 - 28.07  Miðsumarssýning Gaddstaðaflötum

 - 21.08 - 25.08  Síðsumarssýning Selfossi
 - 21.08 - 25.08  Síðsumarssýning Borgarfjörður
 - 21.08 - 25.08  Síðsumarssýning Dalvík

Fjórðungsmót á Vesturlandi.
Fjórðungsmót verður haldið á Vesturlandi í ár, nánar tiltekið í Borgarnesi. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þáttökurétt á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut. Ákveðin fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki eiga þátttökurétt á mótinu og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða (sjá fjölda í töflu hér að neðan). Miðað er við að 68 kynbótahross verði á mótinu. Til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið verður 10 stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa í sætisröðun hrossa inn á mótið. Þetta er sama leið og var farin fyrir síðasta landsmót hvað klárhrossin varðar. Þegar kynbótasýningar byrja næsta vor verður birtur stöðulisti í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum beðnir um að láta vita fyrir ákveðna dagsetningu, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.

Fjöldi kynbótarhrossa á FM 2017:

  4 vetra 5 vetra 6 vetra 7. vetra og eldri Samtals
Stóðhestar 8 8 8 6 30
Hryssur 8 14 10 6 38

 

Sjá nánar:

Upplýsingar um kynbótasýningar