Örmerkingar – munið skil fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Einstaklingsmerkingarvottorð á að hafa borist til skráningar fyrir 1. mars árið eftir að folaldið fæðist. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri.

Þess má geta að þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 4.312 folöld (lifandi 4.134) sem er mjög svipað og var á þessum tíma í fyrra. Skráð trippi fædd árið 2021 eru 6.007 (lifandi 5.627), þannig trúlega eru ríflega 1.000 folöld ennþá óskráð.

Samtals er búið að skrá 473 folöld á Vesturlandi (svæði 35 til 49), 1.743 á Norðurlandi (svæði 52 til 67), 131 á Austurlandi (svæði 75-77) og 1.734 á Suðurlandi (svæði 25 og 80 til 88). Folöld kennd við ræktunarnöfn (svæði 01 og 02) eru 231. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá nánari skiptingu eftir kyni og svæðum.


Vinsamlegast sendið pappíra varðandi skýrsluhald á skrifstofur okkar á Selfossi eða Akureyri, þar sem skráning fer fram. Heimilisföngin eru:

RML
v/ skýrsluhalds í hrossarækt
Austurvegi 1
800 Selfoss

RML
v/ skýrsluhalds í hrossarækt
Óseyri 2
603 Akureyri

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi skýrsluhaldið á netföngin halla@rml.is eða agg@rml.is.

/okg