Áburðaráætlanagerð í fullum gangi

Ráðunautar RML eru þessa dagana að aðstoða bændur við val á áburði enda hafa nú allir áburðarsalarnir birt framboð og verð. Ráðgjöfin er sniðin eftir þörfum hvers og eins en yfirleitt er um að ræða áburðaráætlanagerð í Jörð.is þar sem áburðarþarfir túnanna eru skilgreindar eins vel og hægt er. Þess má geta að vinnsluhraðinn í Jörð.is hefur stórbatnað frá því sem verið hefur síðustu misserin og því full ástæða til að hvetja bændur til að skrá þar inn t.d. upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru.

Ráðunautar RML hafa útbúið excelskjal með öllum áburðartegundunum sem eru í boði, þar sem hægt er að skoða hvernig magn áburðarefna breytist eftir mismunandi áætluðum köfnunarefnisþörfum og getur það aðstoðað bændur við að sjá hvaða áburðartegundir koma mögulega til greina.

Við hvetjum bændur til að hafa samband við okkur, enda getur faglegur undirbúningur að áburðarpöntun margborgað sig.

Excelskjalið má nálgast hér á síðunni undir: Nytjaplöntur - Jarðrækt - Áburður

bpb/okg