Jarðrækt fréttir

Verð og framboð á sáðvöru

Líkt og undanfarin ár birtir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins lista yfir verð og framboð á sáðvöru hér á landi. Byggir listinn á upplýsingum frá söluaðilum ásamt umsögnum um einstök yrki skv. ritinu Nytjaplöntur á Íslandi sem gefið er út af Landbúnaðarháskóla Íslands. Einnig minnum við fólk á að skrá ræktun inn í Jörð.is en hægt er að velja yrki sem í boði eru á íslenskum fræmarkaði úr listum þar.
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is - Skráningarfrestur að renna út

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands standa þessa dagana fyrir námskeiðum þar sem kennt er á skýrsluhald- og jarðræktarforritið Jörð.is. Á þessum námskeiðum er farið yfir hvernig bændur geta nýtt sér forritið til þess að halda utan um það skýrsluhald sem nauðsynlegt er til þess að geta uppfyllt forsendur styrkja vegna ræktunar og landgreiðslna.
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is

Þessa dagana standa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands fyrir námskeiðum í Jörð.is. Tvö námskeið voru haldin í gær og voru þau mjög vel sótt. Hér að neðan má sjá lista yfir námskeið næstu daga:
Lesa meira

Tilraunir með þvagefni sem nituráburð hjá LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands gaf nýverið út rit undir heitinu: Tilraunir með þvagefni (urea) sem nituráburð. Er þar gerð grein fyrir niðurstöðum nýlegra tilrauna þar sem þvagefni er notað sem niturgjafi í tún- og kornrækt. Á seinustu öld var gert nokkuð af tilraunum með þvagefni sem niturgjafa í túnrækt. Flestar sýndu þær lakari nýtingu nitur vegna þess hve rokgjarnt þvagefni er.
Lesa meira

Jarðræktarforritið Jörð.is

Námskeið haldið af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild LbhÍ. Námskeiðið er einkum ætlað bændum en opið öllum. Námskeiðið er sett upp sem fyrirlestur þar sem sýnikennsla á forritið Jörð.is og raunveruleg dæmi verða í aðalhlutverki.
Lesa meira

SPROTINN jarðræktarráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár boðið upp á þjónustu- og ráðgjafarpakka í jarðrækt undir heitinu Sprotinn. Viðbrögð bænda hafa verið góð og hefur þeim sem nýta sér þennan pakka fjölgað jafnt og þétt. Lögð er áhersla á að hafa Sprotann í stöðugri þróun sem tekur mið af reynslu ráðunauta og ábendingum frá þeim bændum sem nýta sér pakkann. Nú er lögð meiri áhersla á að einstaklingsmiða samsetningu ráðgjafarpakkans þannig að hægt sé að útfæra þjónustuna að þörfum hvers býlis.
Lesa meira

Landgreiðslur - hvað er það?

Samkvæmt nýjum rammasamningi milli Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Bændasamtaka Íslands, samþykktum þann 19. feb. 2016 er meðal annars fjallað um landgreiðslur sem Matvælastofnun á að ráðstafa. Í rammasamningi segir „Landgreiðslur skulu greiddar út á allt ræktað land sem er uppskorið til fóðuröflunar.
Lesa meira

Áburðaráætlanir

Áburðarkaup eru einn stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri kúa- og sauðfjárbúa. Áburðarsalar hafa nú birt framboð og verð á tilbúnum áburði og er mikil verðlækkun á áburði milli ára. Senn líður að því að bændur þurfi að ganga frá áburðarpöntun fyrir vorið. Hjá ráðunautum RML í jarðrækt er annríki þessa dagana í vinnu við áburðarráðgjöf og gerð áburðaráætlana fyrir bændur.
Lesa meira

Verðlækkun á áburði

Mikil verðlækkun er á tilbúnum áburði milli ára. Áburðarsalar eru farnir að auglýsa framboð og verð á áburði og skv. því er allt að fjórðungsverðlækkun milli ára í sumum tilvikum. Gengisbreytingar skýra mestan hluta lækkunarinnar en einnig er hráefnaverð lægra á erlendum mörkuðum en fyrir ári síðan.
Lesa meira

Örfá orð til sauðfjárbænda

Nú ættu þeir sauðfjárbændur sem sendu heysýni til greiningar í haust að hafa fengið niðurstöður til sín. Rýna þarf í niðurstöðurnar, skipuleggja fóðrunina og ákvarða um viðbótarfóður sé þörf á slíku. Ef einhverjir sem ekki hafa tekið heysýni en hafa áhuga geta ennþá gert það.
Lesa meira