Jarðrækt fréttir

Sprotinn – jarðræktarráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins býður upp á ráðgjafarpakka í jarðrækt sem nefnist Sprotinn. Á þeim 7 árum sem liðin eru síðan fyrst var boðið upp á jarðræktarráðgjöf í pakkaformi hefur Sprotinn tekið breytingum til að koma betur til móts við bændur og til að fylgja eftir þróun og breytingum sem orðið hafa.
Lesa meira

Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa

Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu “Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa”. Fjallað var um ýmsar hliðar á lífrænni ræktun og umhverfismálum; jarðvegsgerðir og kolefnisbindingu, lífrænan áburð, möguleika lífrænt vottaðra íslenskra afurða – og heilnæmi þeirra – og hagnýt atriði varðandi aðlögun að lífrænum búskap. Samhljómur var í fyrirlesurum um að brýn þörf sé á betri nýtingu lífrænna úrgangsefna.
Lesa meira

Áburðaráætlanir í jólabókaflóðinu

Ýmislegt skemmtilegt lesefni stendur mönnum til boða um þetta leiti árs nú sem endranær þó ekki komist allt á topplistana. Áburðasalar eru að gefa út sínar bækur um þessar mundir þar sem hægt er að fræðast um framboð áburðar næsta vors. Að mörgu er að hyggja þar sem úrvalið er fjölbreytt og útfærslur allnokkrar, auk þess sem áburður er stór kostnaðarliður fyrir bændur.
Lesa meira

Sýrustig ræktunarjarðvegs – áhrif á nýtingu áburðarefna

Sýrustig (pH) hefur mikil áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum í jarðvegi og hafa tegundir sitt kjörsýrustig sem liggur á tilteknu bili pH-skalans. Á alþjóðavísu er of súr jarðvegur einn þeirra þátta sem hvað mest áhrif hefur á minnkaða uppskerugetu en það er aðallega vegna þess að aðgengi næringarefna í jarðvegi er háð sýrustigi.
Lesa meira

Snemmbúin áburðarkaup

Eitthvað er um að áburðasalar séu þessa dagana að bjóða áburð á verði frá því í vor og eru því sumir bændur að hugsa um áburðarkaup óvenju snemma. Mikilvægt er að huga vel að vali á áburðartegundum og magni þannig að áburðurinn nýtist sem best í samræmi við áburðarþarfir, uppskeruvæntingar og útgjöld.
Lesa meira

Jarðræktarskýrsluhald og túnkortabreytingar

Bændur eru hvattir til að skrá og skila jarðræktarskýrsluhaldi í Jörð.is sem fyrst. Umsóknarfrestur um landgreiðslur og jarðræktarstyrki er til 1. október. Rétt er að benda á að umsóknarkerfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins verður ekki í Bændatorginu eins og undanfarin ár, heldur verður það í Afurð (afurd.is) og reiknað með að það verði tilbúið um miðjan september.
Lesa meira

Leiðbeiningar um hauststörfin vegna Covid 19

Heimsóknir til bænda á vegum RML vegna hauststarfa 2020 verða með breyttu sniði vegna Covid 19. Sóttvarnarteymi RML hefur gefið út leiðbeiningar til starfsmanna og verktaka vegna hauststarfa. Byggja þær leiðbeiningar á tilmælum yfirvalda og sóttvarnarlæknis sem eru aðgengilegar á síðunni covid.is.
Lesa meira

Ráðunautur í jarðrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar og umhverfismála. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Gert er ráð fyrir að starfsstöð viðkomandi verði á einni af starfstöðum RML á Suðurlandi.
Lesa meira

Kúamykja, innihald og nýting

Margir þættir hafa áhrif á áburðargildi kúamykjunnar sem bændur munu bera á túnin í vor og hvernig hún mun nýtast sem áburður fyrir grös. Þegar tilbúinn áburður er borinn á tún er vitað hve mikið er borið á af plöntunærandi efnum. Magnið er stillingaratriði og magn næringarefna er ákvarðað með vali á áburðartegund. Hvað varðar búfjáráburð er talsverð óvissa um þessa þætti. Til að vita innihald mykju af plöntunærandi efnum þarf að efnagreina hana og mæla þurrefnisinnihald hennar við dreifingu.
Lesa meira

Viðbrögð við kali í túnum

Nú er að ljúka vetri sem hefur verið veðrasamari og snjóameiri en vetur undanfarinna ára. Tún hafa sums staðar legið undir snjó og svelli í langan tíma og má búast við kali þar sem svell hafa verið lengst. Það á samt eftir að koma í ljós hve mikið og víða er kalið. Þegar líður að hausti, daginn styttir og hitastig lækkar fara plöntur að búa sig undir veturinn. Þær harðna og vetrarþol þeirra vex. Vetrarþolið vex fram eftir vetri, háð ytri aðstæðum og gróðri.
Lesa meira