Jarðrækt fréttir

Fundur skandinavískra jarðræktarráðgjafa

Nú í morgun var haldinn fundur á Teams þar sem ráðgjafar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð deildu reynslu sinni og áskorunum þegar kemur að gróffóðurframleiðslu. Við hjá RML vorum að taka þátt í fyrsta skiptið, Danmörk í annað skiptið en hin þrjú löndin hafa verið í þessu samstarfi um nokkurt skeið.
Lesa meira

Kúamykja, innihald og nýting

Margir þættir hafa áhrif á áburðargildi kúamykjunnar sem bændur munu bera á túnin í vor og hvernig hún mun nýtast sem áburður fyrir grös. Þegar tilbúinn áburður er borinn á tún er vitað hve mikið er borið á af plöntunærandi efnum. Magnið er stillingaratriði og magn næringarefna er ákvarðað með vali á áburðartegund. Hvað varðar búfjáráburð er talsverð óvissa um þessa þætti. Til að vita innihald mykju af plöntunærandi efnum þarf að efnagreina hana og mæla þurrefnisinnihald hennar við dreifingu.
Lesa meira

Væntanlegar verðhækkanir á áburði – hvað er til ráða?

Flest bendir til þess að verð á áburði muni hækka umtalsvert milli ára á næstu mánuðum og þá einkum verð á köfnunarefni. Það eru einnig blikur á lofti varðandi hvort áburðarsalar muni geta annað eftirspurn eftir áburði hér á landi. Bændur og einnig stjórnvöld þurfa því að vera vakandi fyrir þróun mála á næstu misserum.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Nú hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í greiðslukerfi landbúnaðarins, Afurð.is. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að bændur hafi skilað fullnægjandi jarðræktarskýrslu í Jörð.is þar sem fram koma upplýsingar um ræktun, uppskeru og áburðargjöf.
Lesa meira

Skráning á áburðargjöf nú hluti af lögbundnu skýrsluhaldi

Reglugerð um almennan stuðning við landbúnað hefur tekið breytingum og nú er skylt að skrá í Jörð.is alla notkun áburðar til að njóta jarðræktarstyrkja og landgreiðslna. Undanfarin ár hefur RML boðið bændum upp á þjónustu við skráningu jarðræktarskýrsluhalds og þar á meðal útbúið og sent eyðublöð til útfyllingar til þeirra sem þess óska.
Lesa meira

Aðlögun að lífrænum framleiðsluþáttum - fyrirlestur

Fyrirlestur Helga Jóhannesssonar um aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum er nú aðgengilegur á Youtube. Fyrirlesturinn er unninn fyrir Samband garðyrkjubænda og er ætlaður garðyrkjubændum og öðrum áhugasömum um ræktun grænmetis.
Lesa meira

Kennslumyndband um plægingar - Stillingar á plóg

Linda Margrét Gunnarsdóttir ráðunautur hjá RML lauk í fyrra búfræðinámi. Lokaverkefni hennar fjallaði um plægingar og vann hún myndband sem hluta af verkefninu. Í myndbandinu er fjallað um stillingar á dráttarvél, plóg og fleiri mikilvægum þáttum sem koma við sögu ef plægingar eiga að takast vel
Lesa meira

Samantekt jarðvegssýnaniðurstaðna hafa verið uppfærðar.

Vegna breytts fyrirkomulags gagnahreinsunar er ögn mismunur á meðaltölum milli samantekta. Þó er talið að samræmi sé betra með núverandi vinnslu. Samantekt gagna er einnig í þróun og þetta árið var ákveðið að kíkja aðeins á sýrustigið. Reiknað var miðgildi samhliða meðaltalinu til að sjá hvort mikill munur væri þar á milli. Ef munur er lítill sýnir það, að meðaltalið er það nálægt miðju gagnasafnsins sem horft er á hverju sinni.
Lesa meira

Samantekt á verði og framboði á sáðvöru 2021

Þá er ekki seinna vænna að taka ákvörðun um hverju á að sá þetta vorið. Við hjá RML höfum tekið saman framboð fræsala af sáðvöru líkt og undanfarin ár. Ýmislegt er í boði en við áréttum mikilvægi þess að kynna sér vel hugsanlegan mun á yrkjum einstakra tegunda enda getur verið mikill munur á frammistöðu ólíkra yrkja þó þau tilheyri sömu tegundinni.
Lesa meira

Sprotinn – jarðræktarráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins býður upp á ráðgjafarpakka í jarðrækt sem nefnist Sprotinn. Á þeim 7 árum sem liðin eru síðan fyrst var boðið upp á jarðræktarráðgjöf í pakkaformi hefur Sprotinn tekið breytingum til að koma betur til móts við bændur og til að fylgja eftir þróun og breytingum sem orðið hafa.
Lesa meira