Jarðrækt fréttir

Fræðslufundur um áburðaráætlanir

Áburðarkaup eru stór kostnaðarliður í búrekstri og því mikilvægt að vanda sig við þau. Val áburðartegunda og magn þess sem borið er á þarf m.a. að taka mið af aldri ræktunar, frjósemi jarðvegs, notkun og innihaldi búfjáráburðar og væntingum um uppskerumagn og efnainnihald hennar. Ýmsir þættir geta haft áhrif á nýtingu næringarefna úr áburði s.s. vatnsbúskapur jarðvegs, sýrustig hans og fleira.
Lesa meira

Jarðrækt – þjónusta og ráðgjöf

Ráðunautar RML leitast við að veita góða þjónustu og ráðgjöf hvort sem um ræðir skráningu gagna í Jörð, önnur störf sem fara fram við skrifborð, eða þau sem fela í sér vatnsþéttan skófatnað og óhreina fingur. Stöðugt er leitað leiða við að bæta viðmót í skýrsluhaldskerfinu Jörð til þess að sem einfaldast sé fyrir notendur að skrá gögn sem nákvæmast inn í kerfið og vinna með þau. Nýlega var ný og skalanleg útgáfa af Jörð tekin í gagnið þannig að notkun í snjallsímum og spjaldtölvum væri auðveldari. Það er von okkar að notendur séu ánægðir með það framtak enda var nokkuð búið að kalla eftir slíkum breytingum.
Lesa meira

Kort með gagnlegum upplýsingum

Á tímum stafrænna upplýsinga þá er minna um útprentun gagna eins og túnkort. Núna þegar Jörð.is er orðin farsímavæn þá hefur notkun prentaðra túnkorta breyst. Mikilvægi túnkorta og þær upplýsingar sem þau geta gefið eru þó ekki minni. Útprentuð kort af ræktarlandi eru yfirleitt plöstuð og því handhæg til notkunar hvort sem það er við eldhúsborðið eða út í dráttarvél og því gott vinnuplagg við dagleg störf.
Lesa meira

Jarðræktarskýrsluhald 2023 – Síðasti rafræni skiladagur er 2. október

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 2. október. Þeir sem þurfa aðstoð við skráningar eða túnkortagerð þurfa að hafa samband við RML sem fyrst svo hægt verði að tryggja skil á réttum tíma. Þegar búið er að skrá ræktun, uppskeru og áburðargjafir þessa árs er farið í „Skýrslur“ í Jörð og þar valið „Skrá skýrslu“. Ef upp koma athugasemdir þarf að skoða hvort að gleymst hefur að skrá eitthvað. Ef upp koma rauðar athugasemdir verður að lagfæra þær áður en hægt er að skila skýrslu í Jörð.
Lesa meira

Mikilvægar forsendur í búskapnum: Hey- og jarðvegssýni

Heysýni: Nú er liðið á sumarið sem hefur verið einstaklega fjölbreytt veðurfarslega bæði milli og innan landshluta. Kuldi, væta og þurrkar hafa gert bændum erfitt fyrir á mismunandi árstíðum. Í þurrkatíð fara grösin að leggja megináherslu á að koma upp punti og því verður blaðvöxtur minni. Grösin „trénast“ fyrr og verður oftar en ekki hærra hlutfall af tréninu ómeltanlegt. Veðráttan hefur því mjög mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum. Öll okkar framleiðsla hvort sem það er mjólk eða kjöt byggir að megninu til á heyinu sem aflað er og því mikilvægt að vita hvaða fóðurgildi og steinefni við höfum í höndunum.
Lesa meira

Jörð.is – Ný og farsímavæn útgáfa

Í gær fór í loftið ný útgáfa af Jörð.is. Helstu breytingarnar sem koma með þessari nýju útgáfu eru að núna er útlit forritsins mismunandi eftir skjástærð og því hægt að nota það líka í snjalltækjum.
Lesa meira

Umsókn um þátttöku í loftslagsvænum landbúnaði - umsóknarfrestur er framlengdur til 27. ágúst fyrir grænmetisbændur í útiræktuðu grænmeti

Bændur athugið að við höfum framlengt frestinn til að sækja um þátttöku í loftslagsvænum landbúnaði. Þessi frestur á við um bændur sem eru með útiræktað grænmeti. Fresturinn er til sunnudags 27. ágúst.
Lesa meira

Mæling á glæðitapi – viðbót við jarðvegsefnagreiningar

Jarðvegsefnagreiningar gefa upplýsingar um sýrustig (pH) jarðvegs og magn auðleystra plöntunæringarefna sem svo eru nýttar til að áætla áburðarþarfir ræktunarspildna og til að meta þörf á kölkun. Plöntunæringarefnin sem mæld eru í jarðvegsefnagreiningum hér á landi eru aðalnæringarefnin fosfór (P), kalíum (K), kalsíum (Ca) og magnesíum (Mg) og á síðustu árum var snefilefnunum mangan (Mn), sink (Zn) og kopar (Cu) bætt við.
Lesa meira

Ráðstefna EGF í Litháen 2023 um framtíð grasræktar í skiptirækt

Í byrjun júní fóru tveir ráðunautar RML, Sigurður Max Jónsson og Elena Westerhoff, á ráðstefnu EGF (European grassland federation) um framtíð grasræktar í Evrópu. Guðni Þorvaldsson prófessor hjá LBHÍ slóst í för með okkur. Í ár var LAMMC (Lithuanian Research Centre for Agriculture and Forestry) gestgjafi og var ráðstefnan haldin í Vilníus í Litháen.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira