Jarðrækt fréttir

Markaður fyrir umframhey

Við viljum vekja athygli bænda á því að það er eftirspurn eftir heyi, hugsanlega innanlands en örugglega erlendis frá. Tengiliður bænda í Suður-Noregi hefur haft samband við RML og óskar eftir öllu því heyi sem íslenskir bændur kunna að hafa til sölu. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta eða taka þátt í þessu verkefni mega endilega hafa samband við Guðfinnu Hörpu Árnadóttur ráðunaut með tölvupósti á netfangið gha@rml.is eða í síma 516-5017.
Lesa meira

Sýnataka úr búfjáráburði

Þegar bændur og ráðunautar gera áburðaráætlanir er lögð áhersla á að nýta heimafengin áburðarefni sem best. Góð nýting búfjáráburðar er helsta leiðin til þess að lækka hlut tilbúins áburðar án þess að koma niður á magni og gæðum uppskeru. Til þess að það sé hægt er mikilvægt að þekkja efnainnihald sem best.
Lesa meira

Tækifæri í kornrækt - Bændafundur RML & LbhÍ

Í kvöld verður haldinn fundur á Hellu um kornrækt. Þar verður farið yfir ýmsar hliðar kornræktarinnar. Fundurinn hefst kl. 20:00 í sal Stracta Hotel.
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru 2018

Alveg frá stofnun árið 2013 hefur RML tekið saman samanburðarlista yfir framboð og verð á sáðvöru frá öllum helstu söluaðilum. Fram til þessa hefur verið beðið með birtingu upplýsinganna þar til allir fræsalar hafa sent RML upplýsingarnar en að þessu sinni er listinn birtur strax með upplýsingum frá Sláturfélagi Suðurlands og Líflandi. Listinn verður svo uppfærður eftir því sem upplýsingar frá öðrum fræsölum berast.
Lesa meira

Tækifæri í kornrækt - Bændafundur RML & LbhÍ

Í kvöld verður haldinn fundur á Hvanneyri um kornrækt. Þar verður farið yfir ýmsar hliðar kornræktarinnar. Fundurinn hefst kl. 19:30 í Ásgarði.
Lesa meira

SPROTINN jarðræktarráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár boðið upp á þjónustu- og ráðgjafarpakka í jarðrækt undir heitinu Sprotinn. Viðbrögð bænda hafa verið góð og hefur þeim sem nýta sér þennan pakka fjölgað jafnt og þétt. Í fyrra tóku rúmlega 40 býli þátt. Lögð er áhersla á að hafa Sprotann í stöðugri þróun sem tekur mið af reynslu ráðunauta og ábendingum frá þeim bændum sem nýta sér pakkann.
Lesa meira

Samantekt á uppskeru og áburðargjöf

Undanfarin fjögur ár hefur RML boðið bændum að taka þátt í ráðgjafarpakka sem kallaður er Sprotinn. Markmiðið með honum er að ná vel utan um alla jarðræktina á búinu með skráningum m.a. á því sem er ræktað, borið á og uppskorið og einnig eftir því sem þurfa þykir, sýnatöku á jarðvegi til að greina það sem hugsanlega má bæta. Ráðgjöfinni lýkur síðan alltaf á að unnin er áburðaráætlun þar sem gögn úr skýrsluhaldinu og niðurstöður hey- og jarðvegssýna eru höfð til stuðnings.
Lesa meira