Áburðarráðgjöf á Vesturlandi

Stór hluti verkefna margra ráðunauta síðan rétt fyrir áramót hefur verið fólginn í því að aðstoða bændur við val á áburðartegundum og magni í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Mikilvægt er að skilgreina vel mismunandi áburðarþarfir túna svo að búfjáráburður og tilbúinn áburður nýtist sem best.

Dagana 3.-5. mars og svo aftur dagana 10.-14. mars verður Sigurður Jarlsson jarðræktarráðunautur við vinnu í Borgarfirði. Þeim sem ekki hafa lokið við gerð áburðaráætlana og óska aðstoðar er bent á að hafa samband og panta tíma. Sigurður mun einnig veita aðstoð við útfyllingu gæðastýringareyðublaða í Jörð.is.

Hægt er að panta viðtalstíma í síma 516-5042 (Sigurður) eða í gegnum netfangið sj@rml.is.

bpb/okg