Fræðslufundur um áburðaráætlanir

Áburðarkaup eru stór kostnaðarliður í búrekstri og því mikilvægt að vanda sig við þau. Val áburðartegunda og magn þess sem borið er á þarf m.a. að taka mið af aldri ræktunar, frjósemi jarðvegs, notkun og innihaldi búfjáráburðar og væntingum um uppskerumagn og efnainnihald hennar. Ýmsir þættir geta haft áhrif á nýtingu næringarefna úr áburði s.s. vatnsbúskapur jarðvegs, sýrustig hans og fleira.

Við gerð áburðaráætlana eru ýmis gögn sem gott er þá að hafa við höndina og gagnast við gerð hennar m.a. til að meta áburðarþarfir. Þar má nefna ræktunarsögu spildna, áburðargjöf þeirra og uppskeru fyrri ára, jarðvegs- og heyefnagreiningar auk mælinga á innihaldi búfjáráburðar.

Fræðslufundur
Þriðjudaginn 16. janúar n.k. munu Baldur Örn Samúelsson, Sigurður Max Jónsson og Eiríkur Loftsson fjalla um niðurstöður heyefnagreininga, vinnu við áburðaráætlanir og gögn sem má nýta sér við gerð þeirra. Fundurinn verður á Teams og hefst kl. 11:00.

Sjá nánar
Tengill á fundinn

/okg